Spegillinn

Flóttafólk, stýrivextir, Prigozhin, Stones og almenningssamgöngur

Spegillinn 23. ágúst 2023

Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.

Fjöldi fólks kom saman á fundi sem á þriðja tug hjálpar- og mannréttindasamtaka boðaði til vegna aðstæðna hælisleitenda sem sviptir hafa verið allri þjónustu. Valur Grettisson fór á fundinn og ræddi við Arndísi Önnu Kristínar-Gunnarsdóttur, þingmann Pírata.

Yevgeny Prigozhin, stofnandi og leiðtogi hins svokallaða Wagner-málaliðahóps, var á farþegaskrá flugvélar sem fórst skammt frá Moskvu síðdegis.

Leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Hann verður ekki valinn næsta landsliðshóp.

Rætt er við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ.

Norskur fiskeldisrisi hefur verið sektaður vegna mikils fiskidauða og fjölda sárra fiska í kvíum þess.

Fyrsta indverska loftfarið lenti á tunglinu í dag.

Rolling Stones virðast ætla gefa út sína 31. breiðskífu í september, flestum óvörum.

---

Ítrekaðar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa hægt á hagkerfinu, dómi forseta viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Fleira þurfi koma til ef koma á böndum á verðbólguna og þar skipti ríkisfjármálin kannski mestu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Jón Þór Sturluson.

Margt er vel gert í almenningssamgöngum á Íslandi en margt líka bæta. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Daða Baldur Ottósson samgönguverkfræðing.

Yfirvöld í Hong Kong ætla frá og með morgundeginum banna innflutning á sjávarafurðum frá tíu héruðum í Japan vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda um sleppa geislavirku kælivatni frá Daiichi kjarnorkuverinu í Fukushima út í sjó. Ásgeir Tómasson segir frá.

Frumflutt

23. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir