Spegillinn

Verðbólguaðgerðir stjórnvalda, viðbrögð ASÍ, Háskólabíó fyrir bí

Spegillinn 5. júní 2023

Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir sem ætlað er slá á verðbólguna. Farið er yfir helstu aðgerðirnar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstaða hafi verið í ríkisstjórn um skerða launahækkun æðstu ráðamanna um næstu mánaðamót. Hún telur aðgerðir ríkisstjórnar skýr skilaboð sem eigi hafa áhrif til minnka verðbólgu, en það eigi eftir koma í ljós hvenær þeirra muni gæta.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það standa upp úr í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu, bæta eigi afkomu ríkissjóðs um 36 milljarða og minnka launahækkun æðstu ráðamanna.

Borgaralaun gætu verið greidd út á Englandi í fyrsta sinn á næstunni. Þrjátíu manns í tveimur landshlutum þá borgað sextán hundruð pund á mánuði í tvö ár, eða tæpar 280 þúsund íslenskar krónur.

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri afhentu sjúkrahúsinu í dag hryggsjá verðmæti fjörutíu milljóna króna. Söfnun fyrir gjöfinni er stærsta verkefni hollvinasamtakanna til þessa.

Rúmlega 60 ára sögu bíósýninga í Háskólabíói lýkur um mánaðamótin júní-júlí.

---

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti fyrir stundu aðgerðir sem ætlað er slá á verðbólguna, sem er 9,5 prósent og hefur verið um og yfir 9 prósentum í verða heilt ár, og yfir fimm prósentum frá því í desember 2021. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er tvöföldun stofnframlaga til uppbyggingar leiguíbúða og hækkun framlaga til hlutdeildarlána, framlagning frumvarps um stofnun svokallaðs þjóðarsjóðs (sem á auka áfallaþol ríkissjóðs), bæting á afkomu ríkisins hækkun lífeyris almannatrygginga og frítekjumarks húsnæðisbóta leigjenda, hvort tveggja um 2,5 prósent, og fleira. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Finnboga A. Hermannsson, forseta ASÍ um boðaðar aðgerðir.

Danskir fjölmiðlar eru þessa dagana uppfullir af vangaveltum um hvort Mette Frederiksen forsætisráðherra verði næsti framkvæmdastjóri NATO ef og þegar Jens Stoltenbergs hættir í lok september. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa mælt með því hún fái stöðuna. Þeirra á meðal er Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Ásgeir Tómasson fjallar um málið.

Í vetur þótti tíðindum sæta ríkisstjórn Noregs beygði sig fyrir þeim rökum ungra Sama það sem hæstiréttur dæmdi ólöglegt væri ólöglegt. Þetta fjallaði um vindmyllur sem reistar voru í óleyfi á beitilöndum Sama.

Frumflutt

5. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir