Spegillinn

Leiðtogafundur, sjúkraflug, hlýnun Jarðar og bandarískt skuldaþak

Spegillinn 17. maí 2023

Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Engar bindandi yfirlýsingar er finna í fjórþættri samþykkt leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem lauk síðdegis í dag. Þetta segir lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Rætt við Odd Þórðarson fréttamann og Kára Hólmar Ragnarsson lektor.

Rússneskir tölvuþrjótar segja þeim hafi tekist vel upp í árás á íslensk tölvukerfi, þótt ekkert teljandi tjón hafi orðið á meðan á leiðtogafundinum stóð. Anton Már Egilsson forstjóri Syndis segir góðan undirbúning hafa komið í veg fyrir stórtjón.

Veikir og slasaðir þurfa bíða í 84 mínútur meðaltali eftir sjúkraflugi með þyrlu. Björn Gunnarsson, yfirmaður sjúkraflugs á Akureyri segir þetta helst bitna á þeim sem búa fjærst höfuðborginni.

Sameinuðu þjóðirnar telja næsta öruggt árin 2023 til 2027 verði heitasta fimm ára tímabil frá því mælingar hófust.

Fulltrúar Einingarlistans á danska löggjafarþinginu vilja þungunarrof verði heimilað allt 22. viku meðgöngu. Talskona flokksins segir málið snúast um konur ráði yfir eigin líkama.

-----

Í ávarpi sínu fundinum loknum sagði Katrín Jakobsdóttir fernt standa upp úr í lokaályktuninni - og nefndi þar fyrst til sögunnar kveðið á um settur verði á laggirnar sérstakur dómstóll, sem getur dæmt ríki vegna innrásar í önnur ríki. Slíkur dómstóll gæti unnið eftir margumræddri tjónaskrá vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Rósu Björk Brynjólfsdóttur, verkefnastjóra alþjóðamála í forsætisráðuneytinu um þetta og aðrar niðurstöður fundarins.

Denys Maliuska, dómsmálaráðherra Úkraínu, sem var á meðal gesta á leiðtogafundinum, segir tjónaskrána sem leiðtogar Evrópuráðsins komu sér saman um á fundinum í Hörpu, og lokayflýsinguna yfirleitt, afar mikilvægt plagg. Þetta þó aðeins fyrsta skrefið í löngum og torfærum leiðangri.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhugaðri heimsókn til Papúa Nýju-Gíneu og Ástralíu í vikunni vegna alvarlegra efnahagserfiðleika heima fyrir. Náist ekki samkomulag við Repúblikana um hækka skuldaþak ríkissjóðs fyrir 1. júní blasir mögulegt greiðslufall við.

Frumflutt

17. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir