Spegillinn

Þáttur 1157 af 1550

Spegillinn 4. maí 2023.

Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Sauðfjárbændur og sveitarstjórnarfólk víða um land hafa þungar áhyggjur af slæmu ástandi girðinga á milli varnarhólfa og segja fjármagn til úrbóta af skornum skammti.

Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um rúma tuttugu milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Stjórnendur þeirra eru ánægðir með afkomuna.

Óvissustig er í gildi vegna skjálftahrinu sem hófst í Mýrdalsjökli í morgun. Veginum inn Kötlujökli hefur verið lokað

Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur skýrsla innviðaráðherra um áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar taki ekki á öllum álitamálum. Málið var rætt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun.

Rúmlega helmingur Breta vill Karl konungur þriðji og Kamilla drottning greiði sjálf allan kostnað við hátíðarhöldin þegar þau verða krýnd á laugardag

Stjarnvísindamenn fylgdust nýverið með fjarlægri, dauðvona stjörnu gleypa í sig reikistjörnu.

-----

Fyrirtæki á nokkurn veginn öllum sviðum kynna sína vöru og/eða þjónustu gjarnan sem græna, vistvæna, umhverfisvæna og jafnvel sjálfbæra, eða í það minnsta til þess fallna auka sjálfbærni, án þess endilega útlistað sé, hvað grænt og vistvænt við framleiðsluna, í hverju meint sjálfbærni hennar felst og hvað er á bak við þessar fullyrðingar um umhverfisvænleikann. Matthildur Sveinsdóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu, flutti erindi á Loftslagsdeginum 2023, þar sem hún fjallaði um umhverfisfullyrðingar í markaðssetningu, en réttmæti þeirra er eitt af mörgu sem Neytendastofa hefur eftirlit með. Í máli hennar kom fram 79 prósent evrópskra neytenda hafa keypt dýrari vöru en þeir í sjálfu sér hefðu þurft kaupa, vegna þess þeir töldu það betra fyrir umhverfið en kaupa aðra og ódýrari vöru. Það er því eftir miklu slægjast með slíkum merkingum fyrir framleiðendur, en geta neytendur treyst þeim?

Tvö þúsund gestir verða viðstaddir þegar Karl þriðji, konungur Bretlands og samveldisríkja, og Kamilla drottning verða krýnd í Lundúnum á laugardag. Hann hefur gefið skipun um aðhalds verði gætt í hvívetna. Gestirnir eru því mun færri en þegar móðir hans, Elísabet II, var krýnd árið 1953. Þá var átta þúsund manns boðið. Gestalistinn hefur verið birtur. Þar kennir ýmissa grasa, ef svo óvirðulega orði komast. Það hefur ekki síður vakið athygli hverjir eru ekki á honum. Harry prins, sonur Karls, mætir til mynda einn. Meghan, hertogaynja af Sussex, verður eft

Frumflutt

4. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir