Spegillinn

Riðuveiki nyrðra, efasemdir um bóluefni, flutningar til og frá landinu

Spegillinn 14. apríl 2023

Umsjón: Ásgeir Tómasson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Staðfest er riðusmit greindist á öðrum í Miðfjarðarhólfi - bænum Syðri-Urriðaá. Lóga þarf 720 fjár. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Sigurborgu Daðadónnur, yfirdýralækni hjá Matvælastofnun.

Baugur Bjólfs, stór útsýnispallur á Bæjarbrún ofan Seyðisfjarðar, fær hæsta styrkinn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í ár. Alls var 550 milljónum úthlutað til 28 verkefna. Rúnar Snær Reynisson sagði frá.

Stjórnlagaráð Frakklands hefur í meginatriðum samþykkt lög Emmanuels Macrons Frakklandsforseta, um hækkun eftirlaunaldurs.

Ríflega sautján þúsund manns fluttust hingað til lands í fyrra. Þeir hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Það voru aðallega erlendir ríkisborgarar sem fluttu hingað í fyrra. Fjöldi útlendinga sem flutti hingað umfram þá sem fluttu af landi brott var ríflega 10 þúsund.

Patrick Thelwell, tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir kasta eggjum í átt Karli Bretakonungi. Atvikið varð í Jórvík í nóvember. Ísak Regal sagði frá.

Öll aðildarfélög BSRB samþykktu kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta í dag. Félagar eru um tuttugu og þrjú þúsund, en samið var við ríki og Reykjavíkurborg.

Forsetar Kína og Brasilíu biðja stjórnvöld þróaðra landa heims standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum.

KSÍ hefur staðfest Norðmaðurinn Åge Hareide verði nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn í landsliðið í ljósi þess hann verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hana.

Stríðandi fylkingar í Jemen ætla skiptast á hátt í níu hundruð föngum um helgina. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Boðuð bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem eiga nýtast við meðferð krabbameina og hjartasjúkdóma, eru ekki bylting sem fólk kynni vona, segir Kári Stefánsson. ?Enn ein aðferðin til hemja lífræna ferla,? segir hann, og hún hafi sína kosti og ókosti. Alexander Kristjánsson ræddi við Kára.

Glæpagengi í Svíþjóð gerast sífellt kræfari. Rætt er um eitthvað þurfi gera en deilt er um hvað. Kári Gylfason sagði frá.

Norska lögreglan hefur skotið sex manns til bana á síðustu árum. Enginn ?alvöru? hefur þó fallið. Skotvopnum er beitt við önnur verkefni en eltast við lögbrjóta. Þetta hefur vakið upp efasemdir um vopnaburð lögreglu í landinu. Gísli Kristjánsson tók sam

Frumflutt

14. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir