Spegillinn

Handtekinn í Brasilíu, björgun Reykjanesbæjar og loftárásir í Mjanmar

Íslenskur maður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum. Hald var lagt á 65 kíló af kókaíni og 225 kíló af hassi. Íslensk lögregluyfirvöld komu aðgerðunum í morgun. Kristín Sigurðardóttir tók saman og talaði við Karl Steinar Valsson.

Einhverjir þeirra sem eiga hlut Bankastræti Club-málinu tengjast vopnuðum átökum á Dubliner og í Bankastræti í mars. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir segir frá.

Svo vel hefur veiðst af bæði þorski og ýsu allur kvótinn er verða uppveiddur þegar fimm mánuðir eru eftir af kvótaárinu. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeiganda vonar HAFRÓ flýti endurskoðun og auki kvótann sem fyrst enda hafi sjómenn aldrei séð aðra eins fiskgengd. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Örn Pálsson.

Mörg sveitarfélög eiga í rekstrarerfiðleikum. Staða Árborgar er slæm, en þó ekki eins slæm og til mynda Reykjanesbæjar á árunum eftir hrun. Mikið átak þurfti til koma þeim rekstri í samt lag. Bjarni Rúnarsson ræðir við Kjartan Kjartansson bæjarstjóra í Reykjanesbæ.

Talið er yfir 120 hafi látið lífið í loftárás hersins í Mjanmar á þorp í landinu í gær. Tugir kvenna og barna eru meðal hinna látnu. Ásgeir Tómasson tók saman.

Spegillinn 12. apríl 2023.

Umsjón: Bjarni Rúnarsson.

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.

Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.

Frumflutt

12. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir