Spegillinn

Yfirlögregluþjónn til rannsóknar, eldur í Garðabæ, byggðalínan

Spegillinn föstudaginn 24. Mars 2023

Umsjón: Ásgeir Tómasson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar ásakanir á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu um kynferðislega áreitni. Maðurinn hefur lengi starfað sem lögreglumaður, meðal annars í kynferðisbrotadeild. Litlar upplýsingar fengust um málið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en heimildir fréttastofu herma kvartanir hafi borist eftir viðburð hjá starfsfólki lögreglunnar. Margrét Kristín Pálsdóttir, staðgengill Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, segir í skriflegu svari til fréttastofu embættið tjái sig ekki um málefni einstaka starfsmanna. Hins vegar málum af þessu tagi alltaf tekið alvarlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út nýbyggingu við Ásabraut í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Nokkrir iðnaðarmenn voru störfum inni í byggingunni þegar eldur kom upp en þeir komust alllir út af sjálfsdáðum - og ómeiddir. Gaskútar voru á þaki hússins og vitað er til þess minnsta kosti tveir hafi sprungið. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var með fyrstu mönnum á vettvang. Hann segir mikil hætta hafi verið á ferðum en slökkvistarf er á lokametrunum. Þórir Ingi Þorsteinsson býr í grennd við húsið og náði myndbandi af því þegar einn af gaskútunum sprakk. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við hann og Guðmund varðstjóra.

Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri hefur boðað hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, bæði landeigendur, lögreglu, almannavarnir og fleiri, til samráðs í næstu viku til ræða öryggismál í kjölfar banaslyss við Glym í Hvalfirði í vikunni. Arnar Björnsson ræddi við hann.

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, telur um fimm milljarðar króna hafi tapast í þjóðhagslegu samhengi eftir skerðingu á raforku síðasta vetur vegna takmarkana á byggðalínu. Uppbyggingaráform séu þar af leiðandi gríðarlega mikilvæg. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann.

Aldrei hafa fleiri bækur orðið fyrir barðinu á ritskoðunartilburðum í Bandaríkjunum. Athyglin beinist einkum barnabókum -- þar sem vegast á tjáningarfrelsi og ásakanir um pólitíska innrætingu.Alexander Kristjánsson tók saman.

Fresta hefur orðið fyrstu opinberu heimsókn Karls Bretakonungs og Kamillu drottningar til útlanda, það er Frakklands, um óákveðinn tíma. Slæmt ástand er í landinu vegna mótmælaaðgerða undanförnu. Yfir milljón landsmanna andæfði því í gær Frakklandsfo

Frumflutt

24. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,