Spegillinn

Ráðherrar í Kiev, andleg líðan ungmenn og orkuskipti

Friðarhugmyndir Úkraínumanna verða ræddar á leiðtogafundi í Reykjavík í maí. Það ræðst ekki fyrr en rétt fyrir fundinn hvort Volodomyr Zelensky verður viðstaddur í eigin persónu. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra áttu fund með Volodmyr Zelensky og ráðamönnum í Kiev í dag.

Ríkið og sveitarfélögin stefna því uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sum verkefnin voru vanáætluð í upphafi en verðhækkanir hafa einnig sitt segja.

Andleg líðan ungmenna beið hnekki í kórónuveirufaraldrinum. Það getur mótað líðan fólks á fullorðinsárum. Þetta sýnir rannsókn Háskólans í Reykjavík.

Verði full orkuskipti veruleika margfaldast raforkunotkun. Stjórnvöld verða sýna þeim alvara með markmiðum sínum, segir deildarstjóri kerfisstýringar Rarik.

Kostnaður vegna sjúkraflugs innanlands hefur tvöfaldast frá 2018. Hið sama segja um sjúkraflug til útlanda.

-----

Við fundum flest fyrir kórónuveirufaraldrinum, hvort sem við urðum veik, þekktum fólk sem veiktist eða fundum fyrir félagslegri einangrun eða leiða á meðan samfélagið var svo gott sem í skötulíki vikum og mánuðum saman. Unga fólkið fann ekki síst fyrir þessu, sem er á því æviskeiði mótast, fullorðnast, mynda ævilanga vináttu, mennta sig og þroskast. Unglingsárin og framhaldsskólaárin eru í hugum margra hulin æskuljóma og fjöri. En það fór lítið fyrir því hjá árgöngum sem voru í námi á faraldursárunum.

rannsókn Háskólans í Reykjavík meðal 60 þúsund ungmenna á aldrinum 13 til 18 ára sýnir greinileg merki þess andleg líðan ungmenna hefur versnað frá því faraldurinn hófst, og áhrifin hafa verið langvarandi á þau síðan þá. Það gæti haft áhrif á andlega líðan þeirra á fullorðins aldri. Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við Þórhildi Halldórsdóttur, barnasálfræðing og lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Raforkunotkun heimila kemur til með margfaldast, verði full orkuskipti í samgöngum veruleika. Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri kerfisstýringar hjá Rarik, segir mikilvægt stjórnvöld sýni þeim alvara með markmiðum sínum. Það þurfi byggja upp hratt. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Kjartan.

Norskur umhverfissinnum hefur ofboðið stórir og dýrir rafbílar hafa verið seldir með miklum afslætti á opinberum gjöldum. Rafbílinn hefur orðið uppáhaldsfarartæki ríka fólksins í úthverfunum - og aukið á umferðarþungann. En hefur ríkisstjórnin skipt um akrein ? allar ívilnanir og afslættir á gjöldum eiga hverfa í áföngum. Gísli Kristjánsson segir frá.

Spegillinn 14. mars 2023.

Umsjón: Bjarni Rúnarsson.

Frumflutt

14. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir