Spegillinn

Saga Úkraínudeilunnar og aukin harka og vopnaburður

Spegillinn 14. febrúar 2022

Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Þungfært hefur verið á vegum um suðvestanvert landið í dag. Helstu leiðir frá borginni verða lokaðar þangað til í fyrramálið, undanskilinni Reykjanesbraut.

Ráðamenn í Evrópu funda þessa dagana stíft með leiðtogum Rússlands og Bandaríkjanna auk stjórnvalda í Úkraínu. Fréttaritari RÚV í Úkraínu segir landsmönnum þykja skjóta skökku við hótanir vesturvelda um viðskiptaþvinganir gegn Rússum bitni í augnablikinu verst á Úkraínumönnum sjálfum. Fjallað verður um bakgrunn Úkraínudeilunnar og um sögu samskipta Rússa og Úkraínumanna.

Tíu ára deila Samherja og Seðlabankans fyrir dómstólum nálgast endapunkt. Tekist var á í skaðabótamáli fyrirtækisins gegn Seðlabankanum í Landsrétti í dag.

Ekki þykir ástæða til almennir lögregluþjónar beri vopn við störf sín. Þetta segir doktor í afbrotafræði. Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn veigra sér við því ganga vaktir í miðborg Reykjavíkur vegna aukinnar hörku og vopnum í umferð.

Mjög hefur verið fækkað í smitrakningarteymi og til skoðunar er leggja niður smitrakningarappið. Sóttvarnalæknir minnir á enn grímuskylda í verslunum ef fólk geti ekki haldið metra fjarlægð.

Lengri umfjöllun:

Seinustu fimm daga hafa tvær skotárásir átt sér stað í Reykjavík, fyrst aðfaranótt fimmtudags í Grafarholti og svo í miðborginni um helgina. Frá því í ársbyrjun 2021 hafa sex skotárásir átt sér stað hér á landi. Spegillinn ræddi í dag við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana.

Spennan er enn mikil við landamæri Rússlands og Úkraínu. Deilur ríkjanna eiga sér nokkuð langa og merkilega sögu. Bogi Ágústsson fjallar um sögu deilna Rússa og Úkraínumanna í síðari hluta Spegilsins.

Birt

14. feb. 2022

Aðgengilegt til

15. feb. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.