Spegillinn

Kjaradeilur og sjókvíaeldi

Spegillinn 7. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknmaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Staðfest er á sjöunda þúsund fórst í jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi í gær, en óttast er þau séu miklu fleiri. Íslenskt björgunarlið flýgur til Tyrklands í kvöld. Oddur Þórðarson sagði frá.

Ríkissáttasemjari segir Eflingu bera lagalega skyldu til afhenda félagatal sitt. Hann sendi aðfararbeiðni til sýslumanns í morgun til þess það í hendurnar. Róbert Jóhannsson tók saman og ræddi við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, einnig rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sakaði Pírata á Alþingi í dag um beita grímulausu málþófi í umræðu um útlendingafrumvarpið. Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu við upphaf þingfundar í dag um taka frumvarpið af dagskrá. Höskuldur Kári Schram tók saman.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi síðdegis hjónum í vil í máli þeirra gegn Landsbankanum um lögmæti skilmála um breytilega vexti á lánum. Hjónin nutu fulltingis Neytendasamtakanna við rekstur málsins og Breki Karlsson, formaður þeirra, telur dómurinn geti haft fordæmisgildi fyrir þúsundir annarra lána hjá íslenskum bönkum. Benedikt Sigurðsson ræddi við Breka.

THC. virka efnið í kannabis fannst í hampolíu frá íslensku vörumerki. Olían hefur verið innkölluð. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Óskar Ísfeld Sigurðsson, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Illviðrin sem gengið hafa yfir landið undanfarnar vikur hafa ekki aðeins áhrif á ferðir fólks, heldur líka fugla við landið. Litli sjófuglinn haftyrðill hefur fundist langt inni á landi eftir óveðurslægðir og Náttúrufræðistofnun biður þá sem rekast á haftyrðla í vanda, koma þeim aftur á haf út. Ólöf Erlendsdóttir talaði við Borgnýju Katrínardóttur.

-------

Efling hefur krafist þess Aðalsteinn Leifsson víki sem ríkissáttasemjari og ætlar ekki sinna beiðni hans um afhenda félagatal strax þrátt fyrir niðurstöðu um það í Héraðsdómi Reykjavíkur. Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins virðist í síharðnandi hnút. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristján Þórð Snæbjarnarson forseta Alþýðusambands Íslands um stöðu ríkissáttasemjara.

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir þungavopnasendingar vestrænna ríkja til Úkraínu dragi Atlantshafsbandalagið NATÓ inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Þetta geti leitt til þess þau harðni enn frekar með óf

Frumflutt

7. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,