Spegillinn

22. ágúst

Umsjón hefur Hafdís Helga Helgadóttir.

Tæknimaður í útsendingu var Magnús Þorsteinn Magnússon.

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands er harmi slegið vegna skotárásarinnar á Blönduósi í gærmorgun. Framkvæmdastjóri hjúkrunar telur fólk muni leita til stofnunarinnar vegna málsins.

Ekki hefur orðið vart við virkni í eldgosinu í Meradölum síðan í gær og telst líklegt gosinu lokið. Prófessor í jarðeðlisfræði segir þetta gos þá líklega framhald af gosinu í fyrra.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður einn af þremur stjórnendum rannsóknar sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar gera á voðaverkum í Úkraínu í júlí, þar sem tugir stríðfanga fórust í sprengjuárás.

Flugfélagið Play tapaði 3,6 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Forstjórinn segir uppbyggingarskeiði lokið en félagið býst við hagnaði á síðari helmingi árs

Rússneska leyniþjónustan segir Úkraínumenn bera ábyrgð á dauða Dariu Duginu, dóttur eins helst bandamans Rússlandsforseta. Úkraínumenn hafa neitað sök en búa sig undir hefndaraðgerðir.

Matvælastofnun varar enn við hættu á fuglaflensusmiti frá villtum fuglum til alifugla. Skætt afbrigði veirunnar hefur greinst í fjölda tegunda, síðast í kríum.

Allt tuttugufalt leyfilegt magn af blýi hefur mælst í barnafatnaði keyptum á netinu. Sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði segir eftirlitið vera mörgum skrefum á eftir iðnaðinum.

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía hefur kært niðurstöðu forsetakosninga fyrr í þessum mánuði. Hann hefur boðið sig fram fimm sinnum og kært úrslitin þrisvar.

Uppskerubrestur blasir við kartöflubændum á Norðurlandi vegna kulda og bleytutíðar.

Frumflutt

22. ágúst 2022

Aðgengilegt til

23. ágúst 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.