Spegillinn

Zelensky til Bandaríkjanna og kjarasamningar samþykktir

Kjarasamningar verslunarfólks, iðn- og tæknimanna voru samþykktir með yfirburðum í öllum aðildarfélögum. Formaður VR er ánægður með mikla þátttöku í atkvæðagreiðslunni og afgerandi samþykkt hans. Lengra hafi ekki verið komist sinni og ekki ástæða til fara í átök um skammtímasamning.

Innviðaráðherra vill lokun Reykjanesbrautar um helgina verði skoðuð nánar og hvað hefði mátt betur fara. Forsætisráðherra var meðal þeirra sem ekki komst leiðar sinnar vegna lokunarinnar.

Forseti Úkraínu kemur til Washington innan stundar. Hann hittir Bandaríkjaforseta og ávarpar Bandaríkjaþing síðar í kvöld.

Allt árið í fyrra sóttu 872 um alþjóðlega vernd hér á landi en þegar tíu dagar eru eftir af árinu er fjöldinn kominn í tæplega fjögur þúsund og þrjú hundruð..

Það stefnir í skötuskort fyrir Þorláksmessu. Þrefalt minna var landað af skötu í ár en fyrir þremur árum vegna nýrrar reglugerðar.

-------

Samningar þeir sem samflot VR, Landssambands verslunarmanna og félaga iðn og tæknifólks voru samþykktir í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu. Þar var samið um 6,75% kauphækkun og samningurinn gildir út janúar 2024. Hlutfall þeirra sem samþykktu var misjafnt eftir félögum, allt frá 68% hjá sveinum innan Rafiðnaðarsambandsins upp í 100% - til dæmis hjá iðnaðarmannadeild Stéttarfélagsins Samstöðu á Blönduósi og svo var víðar. Kjörsóknin var líka nokkuð misjöfn - frá um 13% upp 85%. VR er fjölmennasta félagið sem á aðild þessum samningum og þar samþykktu 82% samninginn við SA. Það er afgerandi niðurstaða segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er líka sáttur við kjörsókn sinna félaga. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ragnar Þór.

Heimsókn Volodymyrs Zelenskys, forseta Úkraínu, til Bandaríkjanna hefur staðið til um nokkurt skeið. Öllum áætlunum um hana hefur verið haldið vandlega leyndum af öryggisástæðum. Fjölmiðlar Vestanhafs hafa eftir heimildarmönnum í stjórnkerfinu í Washington Zelensky og Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi lengi stefnt því hittast augliti til auglitis. Ekki hafi þó getað orðið af því fyrr en vegna ástandsins í Úkraínu. Ásgeir Tómasson fjallar um málið.

Spegillinn 21. desember 2022

Umsjón: Bjarni Rúnarsson.

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.

Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Frumflutt

21. des. 2022

Aðgengilegt til

22. des. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.