Spegillinn

Ríkislögreglustjóri vanhæfur, fellibylurinn Ian og heimskulegt stríð

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka vegna fjölskyldutengsla. Rannsókn lögreglu er afar viðamikil.

Bandaríkjaforseti varar við fellibylurinn Ian eigi eftir skilja eftir sig sögulega mikla eyðileggingu í Flórída. Íslendingur á svæðinu óttaðist brak myndi fjúka á hús sitt. Rætt var við Brynju Dröfn Ingadóttur.

Rússneskir hermenn greindu ástvinum sínum frá ringulreið og miklu mannfalli í innrásinni í Úkraínu á fyrstu vikum stríðsins. Einn þeirra segir innrásina heimskulegustu ákvörðun sem rússnesk stjórnvöld hafi gert. Róbert Jóhannsson tók saman.

Breska lögreglan rannsakar árekstur á þotu Icelandair á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gærkvöld. Farangur farþega er enn um borð í vélinni. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Guðna Sigurðsson.

Utanríkisráðherra Þýskalands þrýstir á Evrópusambandið beita Írani viðskiptaþvingunum vegna viðbragða ríkisins við mótmælum undanfarinna daga.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, á undir högg sækja þegar aðeins tveir dagar eru til forsetakosninga í landinu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum munar þrettán prósentustigum á honum og höfuðandstæðingi hans, vinstrimanninum Lula da Silva. Bolsonaro segist ekki ætla fallast á niðurstöðuna, verði hún ekki sér í vil. Ásgeir Tómasson tók saman.

Lögregla segir rannsókn á undirbúningi ætlaðra hryðjuverka sem greint var frá í síðustu viku miði vel en mjög umfangsmikil. Tveir menn, sem voru handteknir fyrir viku, eru í gæsluvarðhaldi og verða til 6. október. Fleiri hafa verið handteknir.Í upphafi fréttamannafundar sem haldinn var síðdegis, greindi Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara frá því ríkislögreglustjóri hefði í gær óskað þess segja sig frá rannsókninni. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman.

Við fáum Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann til fara betur yfir stöðuna og það sem vitað er um málið.

Frumflutt

29. sept. 2022

Aðgengilegt til

30. sept. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.