Spegillinn

Hryðjuverkum afstýrt; stríðsdynur verður suð

Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Lögregla lagði hald á tugi skotvopna, þar á meðal hálfsjálfvirkí gær. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði á blaðamannafundi hættu hefði verið afstýrt. Alexander Kristjánsson tók saman.

Verð á nauðsynjavöru hefur hækkað mikið í ár. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir verkalýðshreyfinguna verða bregðist við hækkunum í kjaraviðræðum, fyrst stjórnvöld komu ekki til móts við heimilin í fjárlagafrumvarpi. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hana.

Antony Blinken Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússlandsforseta sýna stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna lítilsvirðingu. Öryggisráðið fundaði um stöðuna í Úkraínu í dag. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá.

Átök magnast á sjöunda degi mótmæla í Íran. Mótmælendur hafa kveikt í lögreglustöðvum og yfirvöld hafa sumsstaðar lokað fyrir internetið. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá.

Stefnt er því birkiskógar þeki fimm prósent landsins árið tvöþúsundþrjátíu og eitt, en ef það á nást þurfa landsmenn sameinast í landsátaki á söfnun birkifræja sem stendur yfir. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Kristinn H. Þorsteinsson, verkefnisstjóri landsátaksins.

------------

Sérsveit ríkislögreglustjóra lét til skarar skríða á níu stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær, lagði hald á vopn og tveir menn á þrítugsaldri sem voru handteknir í gær eru í gæsluvarðhaldi. Þeir eru grunaðir um brot á vopnalögum og hafa skipulagt hryðjuverk gegn æðstu stofnunum ríkisiins. Hættu var afstýrt sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á fundi með fréttamönnum. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði rannsókn á mönnunum vegna vopnalagabrota hafi tekið aðra stefnu. Alexander Kristjánsson tók saman.

Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri segir þetta endurspegla nýjan veruleika, ólíkt nágrannalöndunum hafi Íslendingar aldrei staðið frammi fyrir hryðjuverkaárás. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.

Hætt er við því fólk dofni gagnvart fréttum af stríði í fjarlægum löndum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Sigríði Víðis Jónsdóttur, rithöfund um það hvernig megi koma í veg fyrir fólk loki augunum fyrir slíkum fréttum og þá ekki tilbúð hjálpa.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Frumflutt

22. sept. 2022

Aðgengilegt til

23. sept. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.