Spegillinn

Englandsdrottning látin

Elísabet Englandsdrottning er látin, hún var 96 ára og ríkti lengur en nokkur þjóðhöfðingi Englands. Heyrist í Huw Edwards, fréttaþul BBC. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir segir frá

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra tekur undir með formanni BHM um skynsamlegt hefja viðræður vegna komandi kjarasamninga sem fyrst. Hann er bjartsýnn á viðræðurnar fram undan en yfir 300 kjarasamningar eru lausir á næstunni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttur talaði við hann.

Um þúsund jarð skjálftar hafa mælst við Grímsey frá því í nótt. Virknin hefur verið stöðug í allan dag. Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur segir þetta hefðbundna virkni. Urður Örlygsdóttir tók saman.

Leiðsögumenn með hreindýraveiðum lögðu til um miðjan ágúst öll veiði yrði stöðvuð á einu helsta veiðisvæði hreindýra vegna þess hve dýr finnast á svæðinu. Ekki var orðið við því og leggja leiðsögumenn til nær enginn kvóti verði þar á næsta ári. Rúnar Snær Reynisson sagði frá og talaði við Jón Hávarð Jónsson formann leiðsögumanna.

--------------

Milljörðum dollara verður varið til styrkja varnir Úkraínu og grannríkjanna. Þúsundir almennra borgara hafa fallið í stríðinu við innrásarlið Rússa. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Igor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands og Rosemary DiCarlo, aðstoðaraðalframkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum.

Áhugi á landeldi hefur aukist mjög og það talið geta leyst helstu umhverfisvandamálin sem af sjóeldinu stafa en það hefur ekki gengið vandræðalaust. Hér eru í undirbúningi stór verkefni í landeldi. Í nýútkominni skýrslu Hafrannsóknastofnunar er fjallað um lax á landi. Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur og höfundur skýrslunnar, segir álíka magn af fiski úr eldi og veitt er úr hafinu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hann.

Norðmenn búast við gúrku- og tóamatakrísa verði skollin á í landinu þegar fyrir jól. Eigendur gróðurhúsa hafa ekki efni á kynda hús sín og hafa þar ljós. Þessu veldur himinhátt orkuverð. Gísli Kristjánsson sagði frá.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Frumflutt

8. sept. 2022

Aðgengilegt til

9. sept. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.