Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
Fara á yfir hvernig bæta má öryggi í Reynisfjöru á fundi í Vík í kvöld og ræða hvernig landeigendur og stjórnvöld geta stuðlað að því. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður segir frá.
Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk var undirrituð í dag á Kjarvalsstöðum. Urður Örlygsdóttir tók saman, rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Helga Pétursson, formann Landssambands eldri borgara.
Landsmenn straujuðu kortin sín erlendis í síðasta mánuði sem aldrei fyrr. Kortanotkun erlendis rúmlega tvöfaldaðist milli ára og nýtt met var sett. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.
Byrjað var að framfylgja banni við innflutningi á vörum frá Xinjiang-héraði Kína í Bandaríkjunum í dag. Bandaríkjastjórn sakar Kínverja um þjóðarmorð í héraðinu og segir fólk þar vinna nauðungarvinnu. Þórgnýr Einar Albertsson segir frá.
Lúsmýið er farið að herja á landsmenn og færri þeirra útbitnu komast að hjá ofnæmislækni en vilja. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlækni á ónæmisfræðideild Landspítalans.
----------
Mikil röskun er þegar orðin á flugi í Noregi eftir að flugvirkjar hófu verkfall fyrir helgi og reiknað er með að um komandi helgi falli flug meira og minna niður nema samningar náist. Sumarfrí í Noregi hefjast almennt með Jónsmessunni og margir óttast að sitja eftir heima með verðlausa flugmiða. Gísli Kristjánsson segir frá.
Það eru ekki horfur á að spilling hverfi úr stjórnmálum rómönsku Ameríku á næstu árum segir Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við Háskóla Íslands þar virðist oft stutt milli greiða og múta. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana.
Undirbúningur er hafinn að því að gera dómskerfið stafrænt og vonir standa til að verkefnið verði langt komið árið 2026. Hafdís Helga Helgadóttir spurði Sigurð Tómas Magnússon stjórnarformann dómstólasýslunnar hvað það þýddi.