Spegillinn

Viðamiklar fíkniefnarannsóknir, Þroskahjálp um vistheimili og apabóla

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.

Lögregla rannsakar tvö af stærstu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Grunur leikur mörg hundruð milljóna peningaþvætti og sakborningar skipta tugum. Bjarni Pétur Jónsson tók saman. Rætt við Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjón og Huldu Elsu Björgvinsdóttur, sviðsstjóra ákærusviðs.

Bandarískt fyrirtæki hyggst byggja upp starfsemi á Akranesi og Grundartanga til berjast gegn loftslagsbreytingum. Því getur fylgt mikil atvinnuuppbygging og breytingar á Akranesi segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi.

Nokkrar vikur tekur þjálfa úkraínska hermenn áður þeir geta beitt bandarískum eldflaugakerfum sem draga helmingi lengra en þau sem úkraínski herinn á fyrir. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman.

Viðskipti með hlutabréf í Ölgerð Egils Skallagrímssonar fara rólega af stað, eftir fyrirtækið var skráð á aðalmarkað í Kauphöllinni í morgun. Verð hlutarins hefur sveiflast eilítið í kringum opnunarverðið, sem var um 10 krónur á hlut. Sigurður Kaiser tók saman og ræddi við Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar.

Sérstakur Úkraínudagur var haldinn í Grenivíkurskóla í síðustu viku. Þar söfnuðust rúmar 400 þúsund krónur sem renna til neyðarsöfnunar Rauða krossins vegna stríðsins í Úkraínu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Þorgeir Rúnar Finnsson skólastjóra Grenivíkursskóla.

Færa á til og fresta á næsta ári opinberum verkefnum, sem nema um 9 milljörðum króna .Samkomulag virðist í höfn milli flokkanna á þingi en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað fresta frumvarpi sínu um útlendinga til haustsins til liðka fyrir samningum um þingfrestun.

----------

Sóttvarnalæknir býst við fleiri greinist með apabólu á næstu vikum. Tveir hafa þegar greinst og verða í einangrun næstu vikur, apabóla er ekki bráðsmitandi en smitast helst við nána og langvarandi snertingu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræddi við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni.

Fólk með þroskahömlun á oft erfitt með tala sínu máli og gerir sér jafnvel ekki alltaf grein fyrir því þeir séu beittir ofbeldi eða vanvirðingu segir Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Engin ástæða til ætla sögur af illri meðferð á stofnunum séu bara úr fortíðinni. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Árna.

Allt skal upp á borðið, segir Múte B. Egede formaður Landsstjórnar Grænlands, eftir hafa skrifað undir yfirlýsingu með Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana í Þórshöfn í Færeyjum. Koma á fót nefnd til skoða samband Grænlands

Frumflutt

9. júní 2022

Aðgengilegt til

10. júní 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.