Maður sem í dag var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum á grunnskólaaldri, var handtekinn eftir tálbeituaðgerð í nóvember. Bjarni Pétur Jónsson sagði frá.
Land hefur risið á Reykjanesskaga um fjóra sentimetra síðan í lok apríl. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir.
Byggja þarf 4.000 íbúðir á ári næstu fimm árin til að mæta húsnæðisskorti að mati starfshóps ráðherra sem kynnti tillögur sínar í dag. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður hópsins segir svo hraða uppbyggingu vel mögulega.
Ný met í lykiláhættuþáttum loftslagsbreytinga voru slegin á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu Alþjóðaveðurstofnunarinnar sem birt var í dag. Þórdís Arnljótsdóttir sagði frá og talaði við Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðing.
Kórónuveiran getur enn reynst skæð, sérstaklega í eldri aldurshópunum, segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Daglega greinast um 150 tilfelli. Sigurður Kaiser talaði við Þórólf.
------
Klak hnúðlaxa hefur verið staðfest hér í fyrsta sinn. Vísindamenn hafa fengið hnúðlaxseiði sem eru á leið til sjávar í gildrur í Hvalfirði. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við Guðna Guðbergsson sviðsstjóra á Hafrannsóknastofnun við Botnsá.
Aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort heldur sem er til eignar eða leigu, er grundvöllur húsnæðisöryggis og jafnréttis í húsnæðismálum, þetta segir í inngangi skýrslu þar sem niðurstöður og 28 tillögur um úrbætur og aðgerðir voru kynntar. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands um húsnæðismálin og horfur fyrir kjarasamninga.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.