Spegillinn

Landspítali yfirfullur, Ófærð vítt og breitt og málefni fatlaðs fólks

Landspítalinn ætti erfitt með takast á við stórslys, ef til þess kæmi, sögn forstöðumanns bráðaþjónustu. Spítalinn er troðfullur og álag á bráðamóttöku hættulega mikið vegna alvarlegra öndunarfærasýkinga.

56 hafa látist í óveðri sem gengið hefur yfir Bandaríkin seinustu daga. Á næstu dögum er spáð hlýnandi veðri vestanhafs.

Sorphirða er á eftir áætlun víða um land vegna fannfergis og fólk ergir sig á yfirfullum tunnum. Forstjóri Íslenska gámafélagsins biður fólk sýna biðlund og huga mokstri. Sorphirðumenn dragi ekki fullar tunnur yfir skafla.

Um 800 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum sem tengjast veðri og færð í desember. Formaður Landsbjargar segir þreytu farið gæta en blessunarlega hafi þetta dreifst. Þó hann telji ekki koma til greina björgunarsveitirnar rukki fólk fyrir aðstoð telur hann til umhugsunar herða viðurlög við hunsa lokanir. Björgunarsveitarmenn lendi oft á milli steins og sleggju.

Ákveðið hefur verið hvað kemur í stað umdeildrar styttu í smábæ í Virginíuríki, sem eyðilögð var í mótmælum árið 2020. Fyrirmynd nýrrar styttu hefur verið kölluð móðir nútíma læknavísinda.

Í morgun blasti hvít jörð við mörgum landsmönnum og ef litið var á færðarkort Vegagerðarinnar þá var rauði liturinn sem táknar lokun áberandi. Hann dofnaði þegar leið á daginn og vegir voru opnaðir en enn er víða þungfært og hált og hringvegurinn var lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en opnaði á sjötta tímanum. Undanfarnar vikur hafa verið björgunarsveitarmönnum annasamar og Landsbjörg ráðleggur ferðamönnum huga vel búnaði bíla sinna. Vanbúinn bíll getur orðið fleirum til vandræða en þeim sem í honum er. Það gott vera með skóflu, hlý föt og vera vel klæddur ef moka þarf út bílinn eða aðstoða aðra. Þá er fólk hvatt til láta vita af ferðum sínum og skilja jafnvel eftir ferðaáætlun á safetravel.is. Þar er líka finna upplýsingar um veður og færð. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Landsbjargar, býr í Grindavík þar sem snjó kyngdi niður í nótt og mikið var fyrir þannig færðin varð fljótlega mjög þung og mikið gera. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Otta.

Störukeppni ríkisins og sveitarfélaganna í málefnum fatlaðs fólks er orðin ansi langvinn. virðast augnlokin aðeins vera farin nötra. Um miðjan mánuðinn var gert samkomulag á milli þriggja ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Færa á fimm milljaðar frá ríki til sveitarfélaga í málaflokknum. Gert er ráð fyrir útsvarsálagning sve

Frumflutt

27. des. 2022

Aðgengilegt til

28. des. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.