Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 6. desember 2022
Kjaraviðræður halda áfram á morgun. Forystufólk VR, Landssambands verzlunarmanna og iðnaðarmanna ætla að funda með SA á morgun.
Formaður Loftslagsráðs vill ekki útiloka vindmyllur sem orkugjafa. Það skipti máli hvar þeim er fundinn staður.
Bílar sem menga meira lækka í verði um áramót ef nýtt frumvarp verður að veruleika. Umhverfisvænni bílar hækka í verði. Blaut tuska í andlitið á almenningi, segir formaður Rafbílasambands Íslands.
Lestarstjórar í Bretlandi hafa boðað verkfall frá aðfangadegi til þriðja í jólum. Stjórnvöld saka þá um að hafa tekið jólin í gíslingu.
Ekki eru vísbendingar um að launakostnaður hins opinbera hafi aukist vegna styttri vinnutíma ríkisstarfsmanna. Hins vegar eru merki um að þjónustu stofnana hafi hrakað en óvíst hvort það tengist styttingunni.
Spánverjar eru úr leik á HM eftir tap gegn Marakó í vítaspyrnukeppni.
-----
Skammatímasamningar endurspegla óstöðugleika í efnahagsumhverfinu og minna á samninga sem gerðir voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Með samningi félaga Starfsgreinasambandsins um helgina var gefið merki sem seinni samningar munu miðast við
Hrina verkfalla er hafin í Bretlandi. Útlit er fyrir að hún standi fram yfir áramót. Fólk krefst launahækkana til að mæta síhækkandi verðlagi á nauðsynjavörum, svo ekki sé minnst á rafmagn og hita. Vinnustöðvun lestarstjóra veldur fólki mestum áhyggjum.
Halda utan um langstökkskeppni drengja, kaupa inn fyrir sjoppuna á körfuboltamóti, selja varning fyrir björgunarsveitina, taka sæti í stjórn skátafélagsins eða skúra gólfið eftir árshátíð í íþróttahúsinu í bænum. Fjöldi fólks tekur þátt í sjálfboðastarfi af ýmsum toga án þess að þiggja krónu fyrir. Framtak sjálfboðaliðans er mikilvægara en við gerum okkur alltaf grein fyrir og samkeppni um tíma og athygli fólks verður sífellt harðari. Þetta var meðal þess sem velt var upp á ráðstefnunni Alveg sjálfsagt sem haldin var í gær, á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða. Meðal frummælenda voru Viðar Halldórsson og Steinunn Hrafnsdóttir, bæði prófessorar á félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Um þrjátíu prósent Íslendinga taka þátt í sjálfboðaliðastarfi af einhverju tagi.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.