Spegillinn

Spegillinn 5.desember 2022

Spegillinn 5. desember 2023

Ummsjón: Kristján Sigurjónsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkefni hans koma launahækkunum til félagsmanna fljótt og það hafi tekist. Það fráleitt segja kjarasamningurinn sem undirritaður var um helgina veiki samningsstöðu annarra félaga.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra, segist fagna því samningar hafi tekist hjá Starfgreinasambandinu og Samtökum atvinnulífsins.

Rússar gerður eldflaugaárasir á Úkraínu í dag. Almenningur þurfti leita sér skjóls. Í það minnsta tveir almennir borgarar létu lífið.

Maður sem vistaður var á vöggustofu í æsku segir sanngirnisbætur verði skötulíki miðað við það sem er nái frumvarp um sanngirnisbætur fram ganga.

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, María Heimisdóttir, hefur sagt upp störfum . Hún segist ekki geta borið ábyrgð á því tryggja rekstrargrunn stofnunarinnar.

Pétur Krogh Ólafsson aðstoðarmaður borgarstjóra hefur verið ráðinn í nýtt starf viðskipta- og þróunarstjóra Veitna. Starfið var ekki auglýst.

Og Króatar eru komnir í 8 liða úrslit HM karla í fótbolta. Þeir sigruðu Japani í 16 liða úrslitum í dag.

Lengri umfjöllun:

Á laugardaginn var skrifað undir samning milli 17 félaga innan Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Samið er til ríflega árs og hækkanir eru frá um þrjátíu til fimmtíu þúsund króna á mánuði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist stoltur af því hafa náð gera samning sem tekur beint við af samningnum sem rann út um mánaðamótin október-nóvember. Það einsdæmi og tryggi félagar verði ekki af hækkunum svo mánuðum skiptir. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Vilhjálm.

Samþætting er lykilorð í drögum nýrri fjögurra ára aðgerðaáætlun í þjónustu við eldra fólk sem stjórnvöld kynntu í dag - samþætting heilbrigðis og félagsþjónustu. Verkefnastjórn sem skipuð var af ráuneytum heilbrigðis- og félagsmála síðastliðið sumar sér um koma áætluninni í framkvæmd á næstu árum. Verkefnisstjóri er Berglind Magnúsdóttir sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu. Kristján Sigurjónsson talar við Berglindi.

Barnsfæðingum fækkar stöðugt í Suður-Kóreu. Samkvæmt nýjustu samantekt um fæðingatíðni í heiminum, frá því í síðasta mánuði, hefur þjóðin enn einu sinni slegið sitt eigið met. Hver suðurkóresk kona eignast meðaltali 0,79 börn um ævina. Ásgeir Tómasson segir frá.

Frumflutt

5. des. 2022

Aðgengilegt til

6. des. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.