Spegillinn

NATO styður Úkraínu og hringrásarhagkerfið

Spegillinn 29. nóvember 2022

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Órofa samstaða er meðal Atlantshafsbandalagsþjóðanna veita Úkraínumönnum þann stuðning sem þarf í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra segir stuðningur geti verið með ýmsum hætti - svo sem útvega þeim hlý föt í vetrarkuldum.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar líktu því við mannréttindabrot á Alþingi í dag fólk þyrfti bíða í mörg ár eftir afplána fangelsisdóm. Helga Vala Helgadóttir (S) var málshefjandi sérstakrar umræðu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) tók undir áhyggjur Helgu en Jón Gunnarsson (D) dómsmálaráðherra vonar 250 milljónir sem bætt verður við fjárveitingar til fangelsa dugi til bregðast við. Höskuldur Kári Schram tók saman.

Samninganefndir hafa setið við í allan dag hjá Ríkissáttasemjara en lítið fréttist af gangi viðræðna.

Þjóðverjar hafa gert fimmtán ára samning við Katara um kaup á milljónum tonna af jarðgasi. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá.

Leikskólabörn á Akureyri fengu ekki leika sér úti í dag vegna mikillar svifryksmengunar. Bæjaryfirvöld stefna á fjölga loftgæðamælum í bænum til þess betri mynd af stöðu mála. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Andra Teitsson, formann umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.

Nýr veruleiki blasir við sveitarfélögum, almenningi og fyrirtækjum um áramótin þegar breytingar á lögum um flokkun sorps og endurvinnslu taka gildi.

Öryggisverðir hafa verið við gæslu í Rimaskóla í Grafarvogi frá því í síðustu viku. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segist skilja brugðið hafi verið á það ráð en hert öryggisgæsla í skólum ekki stefna borgarinnar.

-----------

Embætti ríkissaksóknara í Úkraínu hefur tekið til rannsóknar ásakanir um Rússar fremji stríðsglæpi í landinu. Andriy Kostin ríkissaksóknari segir um 49 þúsund ásaknir séu til rannsóknar. Ástandið í Úkraínu var aðalumræðuefnið á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja í Búkarest í Rúmeníu í dag. ?Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur eftir fundinn. Ásgeir Tómasson tók saman.

Nýr veruleiki blasir við sveitarfélögum, almenningi og fyrirtækjum um áramótin þegar lög um flokkun sorps og endurvinnslu taka gildi. Kristján Sigurjónsson ræddi við Eygerði Margrétardóttir, sérfræðing sambands íslenskra sveitarfélaga í umhverfis- og úrgangsmálum.

Stærsta eldfjall í heimi gýs á Havaí eftir áratuga hlé.

Frumflutt

29. nóv. 2022

Aðgengilegt til

30. nóv. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.