Spegillinn

Kosið í Bandaríkjunum, fólk á flótta og fjöldaframleidd föt

Spegillinn 8. nóvember 2022

Þingkosningar í Bandaríkjunum standa yfir. Repúblikönum er spáð góðu gengi í kosningum til fulltrúadeildar en spennan er mikil í kosningum til öldungadeildar.

Óvíst er hvort fatlaður maður sem vísað var úr landi í síðustu viku kemur aftur til landsins til gefa skýrslu. Lögmaður hans fór fram á það í dag hann verði kallaður fyrir héraðsdóm.

Erfitt er nálgast málefni flóttafólks af yfirvegun, segir lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fólk auðvitað sýna tilfinningar, en gera verði þá kröfu talað út frá staðreyndum og bestu þekkingu.

Ekkert bendir til þess efnahagsástandið í löndunum í kringum okkur hafi áhrif á jólaverslunina hér á landi. Hún er ekki hafin en viðbúið hún fari í gang tuttugasta og fimmta nóvember, en þá er svokallaður svartur föstudagur.

Er Ísland drukkna í flóttafólki? Þetta var yfirskrift hádegisfundar sem Alþjóðamálstofnun Háskóla Íslands og fleiri boðuðu til í í dag. Kári Hólmar Ragnarsson lektor við lagadeild Háskóla Íslands fór þar yfir ýmis atriði í innlendu og alþjóðlegu regluverki í málefnum flóttafólks, málaflokki sem vekur tíðum upp heitar og tilfinningaríkar umræður. Spegillinn ræddi við Kára Hólmar eftir fundinn í dag.

Margir kaupa föt langt umfram þarfir, og fjöldaframleiðsla á fatnaði er stórt umhverfisvandamál. Fyrir skemmstu tók Rauði Krossinn föt frá kínverska fataframleiðandanum SHEIN úr umferð vegna mögulegra eiturefna í fötunum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fréttamaður ræddi við Magneu Einarsdóttur fatahönnuð um fjöldaframleiðslu á fatnaði. Þær skoðuðu kápu sem kostar í vefverslun 35 evrur, eða um fimm þúsund íslenskar krónur. Hvernig er kápa sem þessi framleidd?

Stjórnvöld á Ítalíu meina nokkur hundruð hælisleitendum stíga í land úr björgunarskipum sem komu til hafnar í Sikiley um síðustu helgi. Þriðja skipið bættist við í dag og nokkur eru á leið til eyjarinnar.

Umsjón: Bjarni Rúnarsson

Tæknimaður: Kormákur Marðarson

Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

8. nóv. 2022

Aðgengilegt til

9. nóv. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.