Spegillinn

Brottvísanir hælisleitenda og landsfundur Sjálfstæðisflokks

Spegillinn 4. nóvember 2022

Hælisleitandi sem vísað var úr landi til Grikklands segir ekkert nema götuna bíða sín þar; hann hafi verið beittur harðræði. Dómsmálaráðherra segir brottvísun óyndisúrræði en almenningur hafi ekki endilega allar upplýsingar um þessi mál. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Mohammedfs Alkurd og Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Jón Gunnarsson.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins lagði áherslu á stöðugleika í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins síðdegis. Þá bauð hann þá sem hefðu yfirgefið flokkinn vegna Evrópumála velkomna aftur heim.

Drónaeftirlit Fiskistofu hefur sýnt brottkast er stundað á tæplega helmingi báta sem flogið er yfir. Ögmundur Knútsson, fiskistofustjóri vísar á bug drónum mest beint smábátum. Ágúst Ólafsson talaði við hann.

Endurupptökudómur telur sig ekki hafa heimild til vísa hrunmálum til Landsréttar þrátt fyrir dóma Hæstaréttar þess efnis. Störukeppni dómstólanna dómi vararíkissaksóknara. Alexander Kristjánsson tók saman.

Sænsk stjórnvöld eru hvött til bæta upplýsingaöflun um mismunun og rasisma þar í landi. Teymi á vegum Sameinuðu þjóðanna telur Svíar þurfi taka kerfisbundinn rasisma fastari tökum. Pétur Magnússon sagði frá.

------------

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins vék sölu bankanna í setningarræðu sinni á landsfundi, oft hefði verið ályktað þar ríkið skyldi ekki eiga fjármálafyrirtæki og því vildi hann framfylgja. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður fylgist með landsfundinum og segir formannskjör á sunnudag setji sjálfsögðu svip á fundinn.

Fjárhagsstaða sveitarfélaga er víða erfið. Gert er ráð fyrir fimmtán milljarða halla á Reykjavíkurborg í ár og fjögur hundruð millarða króna halla á Akureyri á næsta ári. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigurð Ármann Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna.

Fræðimenn hafa löngum brotið heilann um rúnastein sem fannst í miðju Oklahomaríki í Bandaríkjunum og eru í þjóðgarði helguðum honum. . Fræðakona helgaði líf sitt því rannsaka rúnirnar og eignaði þær víkingum. Þær kenningar hafa verið hraktar mestu og líklegt norrænn innflytjandi hafi klappað rúnirnar í steininn snemma á 19. öld. Kristján Sigurjónsson sagði frá.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Frumflutt

4. nóv. 2022

Aðgengilegt til

7. nóv. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.