Spegillinn

Viðbrögð við brottvísunum og loftslagsbreytingar

Spegillinn 3. nóvember 2022

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur óskað eftir mati á hvort lög og réttindi fatlaðra hafi verið virt við brottvísun manns í hjólastól til Grikklands í nótt. Magnús Ingvarsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla segir starfsfbrottvísun tveggja stúlkna sem voru nemendur þar hafa haft mikil áhrif á starfsfólk. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman.

Brottvísunum var mótmælt á Austurvelli, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði þar við Björgvin Ægi Elísson og Nönnu Hlíf Ingadóttur.

Benjamin Netanyahu verður líkindum aftur forsætisráðherra Ísraels, eftir fjórtán mánaða setu í stjórnarandstöðu. Likud flokkur hans og aðrir hægri flokkar náðu meirihluta í þingkosningum á þriðjudaginn. Björn Malmquist sagði frá.

Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir ekki hjá því komist hækka gjaldskrá bæjarins. Skólamáltíðir, sorphirða og tónlistarnám barna er meðal þess sem verður dýrara. Óðinn Svan Óðinsson talaði við Heimi Örn Magnússon (D) og Hildu Jönu Gísladóttur (S). Ólöf Erlendsdóttir tók saman.

Vansvefta íbúar í miðborg Reykjavíkur eru gefast upp vegna hávaða næturlífsins og selja fasteignir sínar. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Sigrúnu Tryggvadóttur, formann íbúasamtaka miðborgarinnar.

---------------------

Loftslag hlýnar hraðar í Evrópu en í öðrum heimsálfum. Meðalhitastig hefur hækkað um hálfa gráðu í álfunni á hverjum áratug frá 1991. Bjarni Rúnarsson ræddi um nýja skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar við Önna Huldu Ólafsdóttiu skrifstofustjóra loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og Theódóru Matthíasdóttur, sérfræðing á Veðurstofu Íslands

Kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði skipta hundruðum og nær aldrei er búið semja áður en samningur rennur út. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari er bjartsýnn á viðræður sem framundan eru en við öllu búinn. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann um horfur framundan og gagnagrunn sem opnaður var í dag.

Snerting, bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður kvikmynd sem kemur út næsta haust. Við tökur myndarinnar í Gufunesi var meðal annars settur upp japanskur veitingastaður í New York-borg sjöunda áratugarins. Haukur Holm ræddi við Ólaf og Baltasar Kormák leikstjóra.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Útsending frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Frumflutt

3. nóv. 2022

Aðgengilegt til

4. nóv. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.