Spegillinn

COP-27, formannsslagur Sjálfstæðisflokks og kosningar í Ísrael

Spegillinn 1. nóvember 2022

Kjörstöðum í Danmörku verður lokað klukkan sjö og þá verður birt útgönguspá. Niðurstöðum þingkosninganna er beðið með mikilli eftirvæntingu.

Formaður borgarráðs segir Reykvíkingar muni ekki finna fyrir mestu aðhaldsaðgerðum borgarinnar frá hruni, þar sem aðhaldið komi innan frá. Það stefnir í fimmtán milljarða króna halla og fulltrúar minnihlutans hafa miklar áhyggjur af stöðunni.

Matvælastofnun segir orðræða í garð starfsfólks hafi verið óvægin í tengslum við dýravelferðarmál. Stofnunin hafi farið lögum í slíkum málum.

Ekkert dýr innbyrðir meira örplast en steypireyðurin - stærsta dýr í heimi, eða um tíu milljónir plasteinda á dag.

Formaður Loftslagsráðs segir orkukrísa í Evrópu til komin vegna aðgerðaleysis í loftslagsmálum. Spenna í alþjóðasamfélaginu komi til með lita umræður á komandi loftslagsþingi.

-----

Loftslagsráðstefnan COP-27 hverfist stórum hluta um framfylgja áður útgefnum loforðum og skuldbindingum þjóða. Parísarsamkomulagið er orðið sjö ára gamalt og enn er langt í land allar þær þjóðir sem kvittuðu undir það standi við sinn hluta. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs segir þjóðir heims verði koma sér saman um aðgerðir þrátt fyrir sundrung í alþjóðastjórnmálum. Orkukrísan sem ríki víða um heim birtingarmynd aðgerðaleysis í loftslagsmálum. Spegillinn ræddi við Halldór og við spurðum fyrst við hverju mætti búast á COP 27.

Á sunnudaginn er formannskjör á dagskrá landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Sitjandi formaður er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni hefur verið formaður frá 2009 og gefur kost á sér áfram. Aðeins Ólafur Thors sem var formaður í 27 ár og Davíð Oddsson sem gegndi formennsku í fjórtán ár hafa setið lengur á þeim stóli. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tilkynnti um helgina hann sæktist eftir verða formaður, fólk hefði áhyggjur af stöðu flokksins. Mörgum hefur reynst erfitt greina stefnuágreining milli Bjarna og Guðlaugs sem hafa báðir starfað í Sjálfstæðisflokknum um áratugaskeið. Fundurinn um helgina verður haldinn í Laugardalshöll og þar eiga um tvö þúsund fulltrúar setu- og kosningarétt. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor segir ekkert einfalt svar við því hvort formannsslagur góður eða vondur fyrir stjórnmálaflokk.

Nýlokið er æsispennandi forsetakosningum í Brasilíu þar sem munurinn á fylgi frambjóðenda hefði vart getað verið minni. Í Danmörku eru þingkosningar í dag þar sem útilokað er spá fyrir um hvort mið- og vinstri eða mið- og hægristjórn verður við v

Frumflutt

1. nóv. 2022

Aðgengilegt til

2. nóv. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.