Umsjón: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn Útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Allt útlit er fyrir að framkvæmdir við nýja heilsugæslustöð á Akureyri á gamla tjaldsvæðisreitnum geti loksins hafist. Deilur bæjaryfirvalda og ríkisins um fjármögnun bílakjallara hafa tafið framkvæmdir. Óðinn Svan Óðinsson sagði frá og talaði við Jón Helga Björnsson.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Guðrún Hafsteinsdóttir verði komin í ríkisstjórnina þegar 18 mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fari út að þeim tíma liðnum. Ekkert hafi breyst í þeim áformum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við Bjarna.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir málefni Alþýðusambands Íslands ekki á dagskrá félagsins. Öll vinna og orka fari í undirbúning kjaraviðræðna. Fulltrúar VR - Landsambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandsins hafa fundað með Samtökum atvinnulífsins, fulltrúum ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjóra í dag og gær að hans sögn. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Ragnar.
Unnur Þorsteinsdóttir er áhrifamesta vísindakona Evrópu samkvæmt nýjum lista sem vefurinn Research.com tekur saman. Listinn byggist á greiningu á rannsóknaframlagi yfir 160 þúsund vísindakvenna. Unnur er forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Það stefnir í spennandi forsetakosningar í Brasilíu á sunnudag. Sitjandi forseti er undir í skoðanakönnunum en treystir á að þær gefi ranga mynd af fylginu. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Langtímarannsókn leiðir í ljós að breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í langtímarannsóknum "Rannsóknar og greiningar". Kristján Sigurjónsson ræddi við Ingibjörgu Evu Þórisdóttur, doktor í sálfræði og sérfræðing hjá Planet Youth, íslensku fyrirtæki sem vinnur að því að innleiða hið íslenska forvarnarmódel "Rannsónar og greiningar" erlendis.
Síhækkandi hlutfall fólks með erlent ríkisfang á íslenskum vinnumarkaði endurspeglast ekki í stjórnum íslenskra hlutafélaga. . Innan við 5 prósent íslenskra hlutfélaga eru með erlendan stjórnarmann en hlutfall útlendinga á vinnumarkaði er um 20 prósent. Uppruni stjórnarmanna hefur lítið verið rannsakaður, segir Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur.
Ekki er hægt að fullyrða að sjálfstæðir stofnar laxfiska séu í Sunndalsá og Norðdalsá í Trostansfirði. Því var Matvælastofnun ekki stætt á að neita Arctic Sea Farm um eldisleyfi í firðinu