Spegillinn

Hækkað útsvar, óþekkjanlegar norðurslóðir og virkjanir undir 10 MW

Spegillinn 13. október 2022.

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir.

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.

Til stendur hækka útsvar um næstu áramót. Það boðar innviðaráðherra til koma til móts við fjárhagsvanda sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson í viðtali við Kristján Sigurjónsson.

Olíuleit í íslensku efnahagslögsögunni verður bönnuð með lögum. Þetta segir forsætisráðherra sem segir norðurslóðir verða óþekkjanlegar innan fárra áratuga verði ekki brugðist strax við loftslagsvánni. Haukur Holm sagði frá.

Um hundrað nemendur í Kársnesskóla flytjast um set meðan unnið er viðgerðum vegna myglu. Rætt var við Björgu Baldursdóttur. Alexander Kristjánsson sagði frá

Alþjóðleg kvikmyndahátíð er haldin á Ísafirði í annað sinn. Írönsk og pólsk kvikmyndagerð er í brennidepli, en stjórnandi hátíðarinnar segir írönsku myndirnar veita innsýn í veruleika þarlendra kvenna. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Fjölni Baldursson.

Brottrækur leyniþjónustuforstjóri í Danmörku, sem sætir ákærum fyrir uppljóstrun ríkisleyndarmála, segist vera fórnarlamb pólitískra hrossakaupa. Alexander Kristjánsson tók saman.

--------------------------------------------------------

Rekstur íslenskra sveitarfélaga er í járnum og sveitarstjórnir um land allt glíma við hækkandi útgjöld vegna viðamikilla málaflokka sem þeim ber skylda til þess sinna. Þar ber málefni fatlaðra hæst. Sveitarstjórnarmenn hafa kvartað sáran undan ríkið hafi dregið lappirnar í tryggja nægjanlegt fjármagn til þess sveitarfélögin geti sinnt fötluðum á sómasamlegan hátt. Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í morgun og Spegillinn ræddi við Heiðu Björgu Hilmisdóttur nýkjörinn formann sambandsins. Kristján Sigurjónsson tók saman.

Til stendur endurskoða stærðarviðmið virkjana. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar er sammála um þau mál. Ákjósanleg og endurbætt útfærsla er þó öllu meira á reiki. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar er varaformaður nefndarinnar. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við þau.

Tuttugasta flokksþing kínverska kommúnistaflokksins stendur fyrir dyrum. Það hefst á sunnudag og ef allt gengur samkvæmt áætlun verður Xi Jinping hylltur sem aðalritari flokksins í þriðja sinn og þar með valdamesti maður landsins frá því Maó Tse-tung var og hét. Hann verður þá jafnframt forseti herráðsins og forseti landsins. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Frumflutt

13. okt. 2022

Aðgengilegt til

14. okt. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.