Spegillinn

Spegillinn 3.okt. 2022

Spegillinn 3. okt. 2022

Umsjón: Kristján Sigurjónnson

Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson

Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna manndráps í Ólafsfirði í nótt.

Staða svissneska bankans Credit Suisse veldur áhyggjum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað og þykir atburðarásin minna á bankahrunið 2008.

Framsókn tapar fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups, en Sjálfstæðisflokkur, Samfyllking, Viðreisn og Miðflokkur bæta við sig.

Þriðjungi fleiri íbúðir eru í byggingu en á sama tíma í fyrra. Framkvæmdir eru hafnar við ríflega 8.100 íbúðir á landinu öllu, samanborið við 6.000 í september í fyrra.

Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs [Sja-írs] Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna.

Hundaeigendur verða vera meðvitaðir um ábyrgð sína, segir bóndi á Vesturlandi sem segir hans í hættu vegna lausagöngu hunda.

Lengri umfjöllun:

Rúmlega 8.100 íbúðir eru í byggingu á landinu öllu, samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Það er rúmlega tvö þúsund íbúðum meira en í sams konar talningu í september í fyrra. Munurinn, eða aukningin, er 35 prósent, rúm. Höfuðborgarsvæðið er með ríflega 70 prósent allra íbúða í byggingu, eða um 5.700. Í Reykjavík eru íbúðir í byggingu rúmlega 2.400 en í nágrannabæjunum tæplega 3.300. Það er byggt um allt land, en hvað þýða þessar tölur? Dugar þessi aukning til þess sinna íbúðaþörf landsmanna? Nýlega var skrifað undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu 35.000 nýrra íbúða á næstu 10 árum. Elmar Þór Erlendsson er teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og fór yfr þessar nýju tölur á kynningarfundi stofnunarinnar og Samtaka iðnaðarins í dag. Kristján Sigurjónsson ræðir við hann.

Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans, Luiz Inácios Lula da Silva, fyrrverandi forseta fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Áageir Tómasson segir frá.

Ofstækisfullur nasisti, breskir hermenn og áhugasamir menn í íslenska stjórnarráðinu eru meðal þeirra sem lögðu óafvitandi grunninn samkomu í Safnahúsinu í dag. Rúmum átta áratugum eftir Bretar lögðu hald á gögn þýska ræðismannsins við hernám Íslands eru skjölin á leið heim.Fáir erlendir erindrekar hafa orðið frægari, jafnvel alræmdari, í Íslandssögunni en Werner Gerlach. Hann varð aðalræðismaður

Frumflutt

3. okt. 2022

Aðgengilegt til

4. okt. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.