Spegillinn

Vonskuveður, náttúruhamfaratrygging og rafmagnsleysi á hálfu landinu

Enn er vonskuveður á Austfjörðum og Suðausturlandi þar sem mikið tjón hefur orðið vegna lægðar sem gengur yfir landið. Við heyrum í Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur fréttamanni sem er á svæðinu.

Orkumálaráðherra segir ófært ef rafmagnsöryggi er ekki tryggt í landinu. Orkuöryggi ekki sjálfgefið. Tryggja verði allir búi við öruggt rafmagn. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við Guðlaug Þór Þórðarson.

Rúður sprungu í tugum bíla á Möðrudalsöræfum í gær. Nokkrir ferðamenn hlutu minniháttar meiðsl en enginn slasaðist alvarlega. Talsmaður Vegagerðarinnar segir veginum hafi verið lokað of seint. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman.

Írönsk stjórnvöld verða sæta ábyrgð á harkalegri framgöngu sinni gegn mótmælendum, segir forsætisráðherra Kanada. Hann boðaði í dag efnahafsþvinganir gegn Íran.

Byssumaður sem myrti sjö börn, fjóra kennara og tvo öryggisverði í rússneskum skóla í morgun, var í bol með hakakrossi. Pútín Rússlandsforseti segir árásina vera hryðjuverk. Oddur Þórðarson sagði frá.

--------------------------------------------------------------------

Ljóst er tjón sem orðið hefur af völdum veðurofsans sem gengið hefur yfir landið austan- og norðanvert er mikið. Heilu húsin eru skemmd og fjöldinn allur af bílum ónýtur. Hversu mikið tjónið er og hver situr uppi með hvað á eftir skýrast. Fólk hefur ekki í öllum tilfellum komist út meta stöðuna almennilega því veðrinu er sums staðar rétt slota núna. Eitt er þó skýrt, náttúruhamfaratrygging nær ekki yfir foktjón. trygging nær samt sem áður yfir flóð eins og það sem varð vegna sömu lægðar á Akureyri. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman.

Í gær brá mönnum ekki síst við rafmagnsleysið sem var á næstum hálfu landinu frá Höfn í Hornafirði allt Blöndu um tíma. Ekki er fullljóst hvað olli en líklegast foktjón hafi orðið til þess lína fór út og mikið álag var á byggðalínu. Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi segir finna verði skýringar á hvað gerðist; ekki síst það alvarlegt ef og þegar fjarskipti bregðast og menn ekki tengingu. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman.

Allar líkur eru á Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu og sigurvegari þingkosninganna í gær, verði næsti forsætisráðherra landsins og myndi ríkisstjórn sem stöðugt hefur verið hamrað á verði hægrisinnaðasta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Hún verður fyrst kvenna á Ítalíu til gegna embættinu. Ásgeir Tómasson tók saman.

Frumflutt

26. sept. 2022

Aðgengilegt til

27. sept. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.