Spegillinn

Aðgerðir sérsveitar Ríkislögreglustjóra, ferðaöryggi og laskaður her

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir

Tæknimaður: Mark Eldred

Fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í dag. Embættið segir hættuástandi hafi verið afstýrt. Tveir mannanna eru sagðir hafa verið vopnaðir og hættulegir.

Ferðamálaráðherra hefur sett af stað vinnu til þess stuðla auknu öryggi ferðamanna hér á landi. Þetta gerir ráðherra í kjölfar frásagnar fjölskyldu sem lenti í bílslysi við Núpsvötn 2018 og birtist í Kveik í gær. Við heyrðum í Lilju Dögg Alfreðsdóttur í viðtali við Rúnar Snæ Reynisson.

Fleiri greinast með krabbamein vegna reykinga og offitu á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Krabbameinsfélagsins. Áhrif vatnsbólsmengunar, af völdum hersetuliðs í Keflavík á heilsufar Suðurnesjabúa, voru mun minni en óttast var. Oddur Þórðarson sagði frá.

Bandaríkjaforseti sakar Rússlandsstjórn um gróft brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann gagnrýnir yfirvofandi atkvæðagreiðslur um innlima fjögur úkraínsk héruð í Rússlandi. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman.

Þrátt fyrir endurupptökudómstóll hafi synjað beiðni Erlu Bolladóttur vegna sakfellingar í Guðmundar og Geirfinnsmálinu ætlar hún berjast áfram. Hún segist enga ósk eiga heitari en réttlætið nái fram ganga. Rætt var við Erlu Bolladóttur og Sigrúnu Gísladóttur. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman.

----------------------------------------------------

Rússneski herinn er laskaður eftir stríðsreksturinn í Úkraínu, það hefur gengið á vopnabúrið og mannfallið hefur verið töluvert. Rússnesk stjórnvöld segja um 6 þúsund hermenn þeirra hafi dáið í Úkraínu í ár en aðrir, þar á meðal bandarísk varnarmálayfirvöld, telja tala gæti verið næstum þrisvar sinnum hærri. Kvaðning 300 þúsund manna varaliðs í Rússlandi endurspeglar vonda stöðu hersins mati Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra og sérfræðings í öryggis og varnarmálum, en hún á líklega ekki eftir breyta miklu um gang stríðsins. Því fer fjarri sjái fyrir endann á bardögum en þó telur Albert líklegt úr þeim dragi þegar haustar og ekki meiri hætta á kjarnavopnum verði beitt en áður. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Albert Jónsson.

Enn er unnið samkvæmt þeirri áætlun þjóðarhöll verði risin í Laugardal árið 2025, segir Gunnar Einarsson, formaður nýskipaðrar framkvæmdanefndar um málið. Hann trúir ekki öðru en ríkið standi við fyrri áætlanir, þótt innviðaráðherra hafi gefið í skyn verkefninu seinki. Alexander Kristjánsson tók saman talaði við Gunnar

Frumflutt

21. sept. 2022

Aðgengilegt til

22. sept. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.