Spegillinn

Útför drottningar, máltækni og danskar njósnir

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir

Tæknimaður: Jökull Sigurðsson

Tvö þúsund manns sóttu athöfn í Westminster Abbey þegar Elísabet önnur Englandsdrottning var borin til grafar fyrr í dag. Við heyrum í Ólöfu Ragnarsdóttur fréttamanni á staðnum.

Þroskahjálp berst enn fyrir því lausn verði fundin fyrir fólk með þroskahömlun sem getur ekki sótt um rafræn skilríki. Verkefnastjóri hjá samtökunum segir málinu lítill áhugi sýndur því um jaðarsettan hóp ræða. Urður Örlygsdóttir talaði við Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur.

Þrjár konur í forystu flokks fólksins á Akureyri stigu fram í dag og ítrekuðu vanlíðan í samskiptum við karlana sem einnig eru í forystu flokksins. Rætt var við þær Málfríði Þórðardóttur, Tinnu Guðmundsdóttur og Hannesínu Scheving

Fiskistofa notast við dróna í leit ummerkjum um eldislax í vestfirskum ám, eftir þeir veiddust í Mjólká í Arnarfirði. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir lítil ummerki um fisk enn sem komið er. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman.

----------------------------------------------------------------------------------

Snjallsímaforrit sem er í smíðum á hjálpa fólki æfa sig tala íslensku í einrúmi. Annar höfundur verkefnisins segist byggja á eigin reynslu, en hún lærði íslensku á unglingsárum. Alexander Kristjánsson talaði við Gamithru Marga.

Þingmenn á norska Stórþinginu hafa í dag setið á skyndifundi til ræða orkukreppuna í landinu - og krefja ríkisstjórnina um ráð til lækka orkureikninga heimila og fyrirtækja. Ríkisstjórnin lofaði engu fögru en ætlar halda áfram milda áhrifin af stöðugt hækkandi rafmagnsverði. Borgarstjórinn í Osló boðar harðan sparnað á raforku í vetur og er byrjaður slökkva borgarljósin. Gísli Kristjánsson tók saman.

Danska embættismannakerfið nötraði þann 20. janúar þegar hulunni var svipt af nöfnum fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi fyrir alvarlegan glæp; ljóstra upp um ríkisleyndarmál. Og það sem meira er, einn þeirra handteknu var enginn annar en sjálfur æðsti yfirmaður leyniþjónustu danska hersins, Lars Findsen. Alexander Kristjánsson tók saman.

Frumflutt

19. sept. 2022

Aðgengilegt til

20. sept. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.