Spegillinn

Fjöldagröf í Izyum, íslenskukennsla fyrir innflytjendur og psylocibin

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Meðal um 500 líka, sem fundist hafa í fjöldagröfum við úkraínsku borgina Izyum, eru líkamsleifar fólks sem grafið var með hendur bundnar fyrir aftan bak og jafnvel með snöru um hálsinn. Oddur Þórðarson sagði frá.

Svo gæti farið opna þurfi fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn ef ekki finnst húsnæði handa þeim öllum. Aðgerðastjóri segir róið öllum árum því koma í veg fyrir slíka stöðu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Gylfa Þór Þorsteinsson.

16 sitja í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum í gegnum flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir efla þurfi eftirlit með fíkniefnainnflutningi til muna. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Úlfar Lúðvíksson.

Ferðaþjónusta í Grímsey býr við óvissu vegna útboðs á rekstri ferjunnar sem gengur milli lands og eyjar. Ekki er hægt bóka ferðir lengra en fram í apríl. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við G. Pétur Matthíasson.

-------------------------------------------------------------------------------------

Þörf er á fjölbreyttum lausnum til efla íslenskukennslu fyrir útlendinga, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann er ekki sannfærður um ágæti þess setja íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga heldur treystir fremur á nýsköpun og segir máltækni tilvalinn vettvang fyrir frumkvöðla. Það verkefni alls samfélagsins tryggja fólk sem flytur til landsins geti aðlagast samfélaginu. Alexander Kristjánsson talaði við Halldór Benjamín Þorbergsson.

Psilocybin, virka efnið í ofskynjunarsveppum, gæti staðið fólki með meðferðarþrátt þunglyndi til boða innan örfárra ára. Þetta segir prófessor í geðlækningum. Fjöldi rannsókna gefur tilefni til binda vonir við virkni þess gegn meðferðarþráu þunglyndi. Það er þunglyndi sem svarar illa meðferð. Talið er 15-30 prósent þeirra sem glíma við þunglyndi svari illa meðferð. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og ræddi við Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlækningum, og Árný Jóhannesdóttur, sérnámslæknir í geðlækningum,

Frumflutt

16. sept. 2022

Aðgengilegt til

17. sept. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.