Spegillinn

Ofbeldi á Laugalandi og forsetakjör ASÍ

Kona sem dvaldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á unglingsárum segir komið hafi verið fram við sig eins og úrhrak. Enn vanti viðurkenningu á því líkamlega ofbeldi sem átti sér stað. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Dagnýju Rut Magnúsdóttur.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR býður sig fram sem forseti Alþýðusambandsins. Hann segist vilja binda enda á átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman.

Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður.

Rússlandsforseti segist skilja áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu. Viðurkenningin er óvænt en hún kemur í kjölfar slæms gengis Rússa í Úkraínu síðustu daga. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman.

Fyrsta skóflustungan nýju hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði verður tekin eftir helgi. Heimilið á verða tilbúið innan tveggja ára. Rúnar Snær Reynisson ræddi við Sigurjón Andrésson bæjarstjóra í Hornafirði.

ríkisstjórn kann taka við völdum í Svíþjóð fyrir lok þessa mánaðar. Stjórnarmyndunarviðræður hægriflokka eru hafnar, en þingmeirihluti þeirra er naumur. Kári Gylfason talar frá Gautaborg.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kallar eftir raunverulegum aðgerðum til styrkja ólíka hópa, til dæmis í gegnum barnabætur. Ekki orðið við því í nýju fjárlagafrumvarpi sem er til umfjöllunar á Alþingi í dag. Hólmfríður Dagný Jónsdóttir talaði við hana.

Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í nýrri Vogabyggð, segir íbúa orðna langþreytta á aðgerðaleysi Reykjavíkurborgar í tengslum við framkvæmdir á Sæbraut. Börn sem sækja skóla hinum megin við Sæbraut þurfa á hverjum degi fara yfir umferðarþunga götuna og oft skapast þar hætta. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann.

Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

15. sept. 2022

Aðgengilegt til

16. sept. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.