Spegillinn

Fylgissveiflur flokkanna, kjarnorkuefltirlit og kynferðisofbeldi

Umsjón: Ásgeir Tómasson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Ríkisstjórnarflokkarnir missa meirihluta sinn, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Samfylkingarinnar eykst mest og flokkurinn fengi fjórum þingmönnum fleiri en hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkur er enn stærstur en fylgið minnkar milli kannana. Bjarni Pétur Jónsson sagði frá.

Hluti eftirlitssveitar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar verður eftir í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu til tryggja öryggi þess og koma í veg fyrir kjarnorkuslys. Rafael Grossi, framkvæmdastjóri stofnunarinnar og leiðtogi sveitarinnar, greindi frá þessu heimsókn lokinni í dag. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá.

Félagsmálaráðuneytið vinnur samningum við þrjátíu sveitarfélög til viðbótar um samræmda móttöku flóttafólks sem léttir á álagi á sveitarfélögin sem hafa tekið á móti flestum hingað til, það er Reykjavík Hafnarfjörl og Reykjanesbæ. Eitt af þessum sveitarfélögum er Fljótsdalshérað. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra.

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur Kínverja til taka alvarlega þær upplýsingar sem birtust í nýrri skýrslu mannréttindaráðsins. Þar eru Kínverjar sakaðir um ofsóknir gegn Úígúrum og öðrum minnihlutahópum í Xinjiang-héraði.

Mikill minnihluti þolenda kynferðisofbeldis tilkynnir brotið til lögreglu. Þolendaskömm og vantrausti á lögreglunni er um kenna. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Hafdísar Helgu Helgadóttur við Margréti Valdimarsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur.

Ríkisendurskoðun ætlar hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá.

Raforkuverð heldur áfram hækka í Noregi. Það kostar Norðmann af meðalskrokkstærð þúsund krónur íslenskar fara í sturtu og fólk ekur í heimsóknir til nágranna til hlaða rafbílinn þar. Gísli Kristjánsson, fréttaritari Osló sagði okkur af raforkumartröðum Norðmanna.

Útsýnispallurinn á Bolafjalli ofan Bolungavíkur var formlega opnaður í dag viðstaddri allri ríkisstjórn landsins. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræddi við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra í Bolungarvík.

Frumflutt

1. sept. 2022

Aðgengilegt til

2. sept. 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.