Spegillinn

Grunur um launaþjófnað, kjarnorkuvá og staða Eystrasaltsríkja

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.

Grunur leikur á stórfelldur launaþjófnaður hafi verið framinn á tveimur veitingastöðum í Reykjavík. Þrír starfsmenn þáðu boð um aðstoð og fóru af vaktinni. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman og talaði við Benóný Harðarson, forstöðumann Kjaradeildar Fagfélaganna

Raflínur við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia voru skemmdar í dag og þurfti aftengja verið frá rafveitukerfi Úkraínu í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá.

Orkuveita Reykjavíkur ætlar stofna hlutafélag um rekstur tæknifyrirtækisins Carbfix, og selja fjárfestum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar segir nauðsyn áhættufjáfesta til leggja í fyrirtækið. Alma Ómarsdóttir talaði við hann.

Áttatíu ár eru frá því bandaríski orrustuflugmaðurinn John G. Kassos lést þegar vél hans brotlenti á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit. Minningarathöfn um Kassos var haldin þar. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman og talaði við Brynjar Karl Óttarsson sögukennara sem er einn Varðveislumanna minjanna og hefur rannsakað svæðið þar sem vélin kom niður.

Gervigreindarrappari missti plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki vegna rasisma. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman.

---------------

Fyrir þrjátíu og einu ári urðu íslensk stjórnvöld fyrst til viðurkenna endurreist sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Forsetar ríkjanna eru í opinberri heimsókn af því tilefni. Hafdís Helga Helgsdóttir ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri um stöðu ríkjanna; tengsl þeirra til vesturs og austurs og ógnina sem þeim steðjar.

Anthony Fauci, aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta í heilbrigðismálum og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, ætlar láta af embætti í desember þá 82 ára gamall. Ásgeir Tómasson fer yfir feril Faucis.

Ilija Batljan, fyrrverandi stjórnmálamaður Jafnaðarmannaflokksins sænska, hefur á síðustu árum byggt upp gríðarstórt fasteignafélag með því byggja eða kaupa opinberar byggingar og leigja þær því opinbera aftur til áratuga. Kári Gylfason segir frá.

Frumflutt

25. ágúst 2022

Aðgengilegt til

26. ágúst 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.