Spegillinn

Seðlabankastjóri um kjaraviðræður, SKE ábótavant og bráðnandi jöklar

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir

Tæknimaður: Mark Eldred

Seðlabankastjóri segir svigrúm til launahækkana í komandi kjaraviðræðum mismunandi eftir atvinnugreinum, þeim gangi misvel. Hann segir mikilvægt hafa verðgildi krónunnar í huga. Sagði Ásgeir Jónsson. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman.

Samkeppniseftirlitið hefur ekki fylgt nægilega eftir vísbendingum um brot á skyldu til veita upplýsingar við rannsókn samrunamála. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiðir það í ljós.

Ísland er á réttri leið sem matvælaland og framleiðendur búa yfir áræðni og sköpunarkrafti, segir matvælaráðherra. Alls hljóta

58 verkefni á sviði matvælaframleiðslu hljóta styrk úr Matvælasjóði. Framleiðsla á alíslensku viskíi hlýtur einn hæsta styrkinn. Sigurður Kaiser tók saman og talaði við Evu Maríu Sigurbjörnsdóttur.

Fulltrúar Úkraínu og Rússlands tókust á um ástæður stríðsins í Úkraínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Sendiherra Rússa sagði stjórnvöld í Kænugarði ein bera ábyrgð á átökunum. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman.

Gestum var boðið upplifa úkraínska menningu í Norræna húsin í dag þar sem Þjóðhátíðardegi Úkraínu var fagnað.

---------------------------------------------------------------------------

Hóflegar spár, byggðar á nýjustu gögnum vísindamanna, benda til þess helmingur allra fjallajökla jarðarinnar muni bráðna fyrir lok þessarar aldar. Þetta kom fram á alþjóðlegu vísindaráðstefnunni Cryosphere sem fer fram í Hörpu. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og talaði við Þorstein Þorsteinsson, sérfræðing á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands.

Najib Razak, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra Malasíu, er kominn í fangelsi. Hann hóf í dag afplána tólf ára fangelsisdóm, sem hann hlaut fyrir gróft fjármálamisferli. Hann var sakfelldur árið 2020, en fékk ganga laus þar til hæstiréttur landsins synjaði áfrýjunarbeiðni hans. Einnig var ósk hans hafnað um fangelsisvistinni yrði frestað. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Í Noregi sem mörgum öðrum löndum hefur fólk áhyggjur af því kurteisisvenjur í samskiptum fólk séu á hröðu undanhaldi. Umræður á fundum séu harðari og grófari en áður og með ljótu orðbragði. Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Osló hefur fylgst með umræðum um fyrirbærið þar í landi. Hvaða skýring er á umræðuhefðin er breytast?

Frumflutt

24. ágúst 2022

Aðgengilegt til

25. ágúst 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.