Spegillinn

Sljákkar í gosinu, þarfir ungra barna á leikskólum og hungur í Sómalíu

Bráð úr gosinu frá því í fyrra hefur runnið undan nýja hrauninu. Þó yfirborðið storknað getur hraunkvika leynst undir og því stórhættulegt ganga á hrauninu. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman og talaði við Hjördísi Guðmundsdóttir.

Hópur flóttafólks frá Sýrlandi fannst á lítilli eyju við landamæri Tyrklands og Grikklands. Fólkið hafði verið þar síðan í júlí. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman.

Menningarnótt verður haldin í Reykjavík á laugardag í 27. sinn, eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnisstjóri hátíðarinnar segir hún byrji snemma til koma í veg fyrir ómenningu fram eftir morgni. Oddur Þórðarson tók saman.

Pysjutímabilið er hafið í Vestmannaeyjum og þá eru börnin á vaktinni, sem og fullorðnir sem breytast í börn, samkvæmt Margréti Lilju Magnúsdóttur hjá Pysjueftirlitinu. Haukur Holm talaði við hana.

Hraunflóð, brauðterta Önnu Margrétar Magnúsdóttur, bar sigur úr býtum í Brauðtertukeppninni Eldgosið 2022. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræddi við Erlu Hlynsdóttur annan forsprakka keppninnar.

------------------

Samfélagslegt átak þarf til sinna þörfum yngstu leikskólabarnanna svo vel segir Hrönn Pálmadóttir, doktor í menntunarfræði ungra barna sem óttast þarfir þeirra séu ekki í forgrunni við úrlausn leikskólavandans. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana.

Dregið hefur úr hraunflæði í Meradölum og er það um þriðjungur þess sem var fyrstu daga gossins Ekki er þó hægt skera úr um hvort því lýkur senn eða hvort þetta er tímabundin lægð. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ.

Hungursneyð blasir við milljónum Sómala vegna þurrka og verðhækkana á korni.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Frumflutt

16. ágúst 2022

Aðgengilegt til

17. ágúst 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.