Spegillinn

Ástand í leikskólamálum, átök í ASÍ og hatursorðræða á Tiktok

Ástand leikskólamála í borginni er óþolandi dómi Árelíu, Eydísar Guðmundsdóttur, formanns skóla- og frístundaráðs, sem segist skilja reiði foreldra. Pétur Magnússon talaði við hana.

Vegagerðin býr sig undir Suðurstrandarvegur gæti farið undir hraun úr gosinu í Meradölum. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segir þar og hjá Almannavörnum líka rætt um mögulegar skemmdir á Reykjanesbrautinni.

Rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn og lífshættulega særður á ráðstefnu í New York í dag. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman.

Rúmlega hundrað viðskiptavinir Landsbankans skráðu sig inn á svikasíður netþrjóta í júlí. Neytendasamtökin hafa undanfarið fengið fjölda ábendinga um netsvindl segir Breki Karlsson, formaður þeirra. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman.

Bronshöfði ljóðskálds var stolið af stalli í Hallormsstaðarskógi. Höfuðsins er leitað í skóginum segir Þór Þorfinnsson skógarvörður. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hann.

Átökin og umræðan í kringum Alþýðusambandið og verkalýðshreyfinguna hafa verið harðari og umræðan heiftugri en tíðkast hefur undanfarna áratugi en er þó ekki einsdæmi segir sagnfræðingur.

Eistnesk stjórnvöld hafa ákveðið banna komur rússneskra ríkisborgara með Schengen-vegabréfsáritun til landsins. Markús Þórhallsson sagði frá.

--------------------------------

Átökin og umræðan í kringum Alþýðusambandið og verkalýðshreyfinguna hafa verið harðari og umræðan heiftugri en tíðkast hefur undanfarna áratugi segir Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur. Heiftin í umræðunni geti valdið skaða. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.

Áhrifavaldur sem boðar ofbeldi og hatursræðu hefur hratt náð miklum vinsældum á Tiktok. Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði segir mikilvægt taka þróunina alvarlega. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og talaði við Gyðu.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir lýðheilsu hafi hrakað í Úkraínu frá innrás rússneska hersins í febrúar. Margt kemur til, svo sem árásir á heilbrigðisstofnanir og útkeyrt starfsfólk. Ásgeir Tómasson tók saman.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

12. ágúst 2022

Aðgengilegt til

13. ágúst 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.