Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir eftirsjá að Drífu Snædal úr forsetastóli ASÍ, hún hafi verið góður talsmaður verkalýðshreyfingarinnar og samstarfið við hana hafi verið gott. Haukur Holm sagði frá.
Nýja hraunið í Meradölum hefur hækkað um hátt í átta metra síðustu daga og styttist í að það flæði yfir haft þar að austanverðu.
Það er nánast daglegt brauð að skipt sé um lyfjaheiti á sama virka efninu í sérlyfjum, að sögn Ragnars Gríms Bjarnasonar barnalæknis. Þetta auki hættu á að gefnir séu rangir skammtar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur óskað eftir fundi í velferðarnefnd Alþingis til að ræða skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn, sem hefur ítrekað komið upp undanfarin ár. Þórgnýr Einar Albertsson talaði við hana.
Yfirvöld í Rússlandi staðhæfa að sprengingar sem skóku mikilvægan herflugvöll á Krímskaga í gær hafi verið óhapp en ekki árás Úkraínumanna. Markús Þórhallsson tók saman.
Ole Stobbe, kærasti blaðakonunnar Kim Wall sem myrt var fyrir fimm árum í Danmörku segir að fjölmiðlar hafi ítrekað farið yfir mörkin í umfjöllun um málið. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá.
----------
Afsögn forseta Alþýðusambands Íslands eru stórtíðindi, segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum en óvíst er hver áhrifin verða á komandi kjarasamninga. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Brot úr viðtali við Drífu Snædal.
Foreldrar skiptist á ófáanlegum lyfseðilsskyldum svefnlyfjum fyrir börn sín í foreldrahópum á Facebook. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnvanda segir of auðvelt að fá svefnlyf og lítið um aðrar lausnir hér. Hafdís Helga Helgadótti ræddi við hana.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.