Spegillinn

Afsögn forseta ASÍ og svefn og svefnvandi barna

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir eftirsjá Drífu Snædal úr forsetastóli ASÍ, hún hafi verið góður talsmaður verkalýðshreyfingarinnar og samstarfið við hana hafi verið gott. Haukur Holm sagði frá.

Nýja hraunið í Meradölum hefur hækkað um hátt í átta metra síðustu daga og styttist í það flæði yfir haft þar austanverðu.

Það er nánast daglegt brauð skipt um lyfjaheiti á sama virka efninu í sérlyfjum, sögn Ragnars Gríms Bjarnasonar barnalæknis. Þetta auki hættu á gefnir séu rangir skammtar.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur óskað eftir fundi í velferðarnefnd Alþingis til ræða skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn, sem hefur ítrekað komið upp undanfarin ár. Þórgnýr Einar Albertsson talaði við hana.

Yfirvöld í Rússlandi staðhæfa sprengingar sem skóku mikilvægan herflugvöll á Krímskaga í gær hafi verið óhapp en ekki árás Úkraínumanna. Markús Þórhallsson tók saman.

Ole Stobbe, kærasti blaðakonunnar Kim Wall sem myrt var fyrir fimm árum í Danmörku segir fjölmiðlar hafi ítrekað farið yfir mörkin í umfjöllun um málið. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá.

----------

Afsögn forseta Alþýðusambands Íslands eru stórtíðindi, segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum en óvíst er hver áhrifin verða á komandi kjarasamninga. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Brot úr viðtali við Drífu Snædal.

Foreldrar skiptist á ófáanlegum lyfseðilsskyldum svefnlyfjum fyrir börn sín í foreldrahópum á Facebook. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnvanda segir of auðvelt svefnlyf og lítið um aðrar lausnir hér. Hafdís Helga Helgadótti ræddi við hana.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Frumflutt

10. ágúst 2022

Aðgengilegt til

11. ágúst 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.