Spegillinn 14. júní 2022
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir.
Tæknimaður: Jón Þór Helgason.
Neytendasamtökin telja tillögur Spretthóps ekki ganga nógu langt. Sigurður Kaiser talaði við Breka Karlsson.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir apabólufaraldurinn áhyggjuefni. Stofnunin ákveður í næstu viku hvort alþjóðlegu neyðarástandi verði lýst yfir vegna hans. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá.
Stefnt er að því að flytja um 20 milljónir tonna af korni frá Úkraínu á heimsmarkað. Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin hafa náð samkomulagi við Evrópuríki um byggingu geymsluturna fyrir kornið.
Formaður Félags pípulagningameistara, segir mjög slæmt að nemendur um og yfir tvítugt komist ekki í iðnnám.
Lengri umfjöllun:
Fæðuöryggið er brothætt segir formaður hóps sem gert hefur tillögur um hvernig eigi að mæta alvarlegri stöðu í landbúnaði. Styðja á landbúnaðinn um tvo og hálfan milljarð króna nú en rekstrarkostnaðurinn hefur hækkað um hátt í níu milljarða í ár. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Steingrím J. Sigfússon.
Tugmilljarða rafeldsneytisverksmiðja er í undirbúningi í Svíþjóð, sem gæti svarað næstum þriðjungi af eldsneytisþörf SAS. Vonast er til að rafeldsneyti reynist bjargráð sænska flugfélaga sem þurfa að ná kolefnishlutleysi á næstu átta árum. Kári Gylfason tók saman.