Spegillinn

Hrun í fylgi VG, meiðyrðamál, aðgangsstýring og almannaréttur

Formaður Vinstri grænna segir flokksmenn þurfi ræða þá miklu fylgislækkun sem nýr þjóðarpúls Gallups sýnir. Flokkurinn hefur tapað meira en þriðjungi fylgis frá síðustu kosningum. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við Katrínu Jakobsdóttur.

Fimmtán prósent grunnskólanema segjast hafa orðið fyrir einelti í fyrra, samkvæmt skólapúlsi sem lagður er fyrir nemendur árlega. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla furðar sig á því margir skólar vilji ekki birta niðurstöðurnar. Arnar Björnsson talaði við Arnar Sævarsson.

Norðlendingar eru ósáttir við úthlutanir úr framkvæmdastjóri ferðamannastaða. Verkefnastjóri samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi óttast innviðir norðan- og austanlands séu ekki tilbúnir fyrir þann fjölda ferðamanna sem von er á í sumar. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Kristínu Garðarsdóttur.

Umræða og deilur um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar eru stormur í vatnsglasi, segir fjármálaráðherra. Hann segir von á miklum halla á ríkissjóði og slæmt ef ráðherrar séu auka á hallann. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við Bjarna Benediktsson.

----------------------

Meiðyrðamál hafa verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Í vikunni féllu dómar í tveimur meiðyrðamálum sem vöktu talsverða athygli fólks. Annars vegar hér á landi í máli Ingólfs Þórarinssonar gegn Sindra Þór Sigríðarsyni og hins vegar í máli sem fékk öllu meiri athygli, máli Johnnys Depp gegn Amber Heard en hún höfðaði einnig mótsókn gegn honum. Báðir dómarnir þykja óvenjulegir og hafa komið mörgum á óvart. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Hildi Fjólu Antonsdóttur, réttarfélagsfræðing.

Horfur eru á komur erlendra ferðamanna í sumar verði á við það sem var árið 2019, fyrir faraldur. Á meðan honum stóð lögðust margir Íslendingar í ferðalög innanlands enda ekki hægt um vik fara annað. Á stundum vakna spurningar um hvar megi fara um og hversu ríkur almannarétturinn er, hann tryggir fólki til dæmis það megi ganga um óræktað land. Geta orðið árekstrar þar sem talið er það þurfi stjórna því hve margir fara um vinsæla staði til verja þá. Það er búist við fjölmörgum útlendingum en hvað um ferðalög okkar innanlands, breyttust venjurnar til frambúðar í kóvíd og dró úr ferðaþorsta til útlanda. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóra.

Frumflutt

3. júní 2022

Aðgengilegt til

4. júní 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.