Spegillinn

02.06.2022

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra styður endurskoðun og endurmat á fyrirkomulagi innheimtu fasteignagjalda og við þá vinnu litið til þróunar í öðrum löndum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann.

Hægt hefur verulega á landrisi við Þorbjörn síðustu daga en lagt er til garðar verði gerðir fyrir ofan Grindavík og Svartsengi til verja byggð og mannvirki fyrir hraunflæði. Ari Guðmundsson hjá Verkís segir skoða þurfi stærra svæði á Reykjanesskaga en einungis Þorbjörn og Grindavík.

Vinstri græn hafa misst rúmlega þriðjung af fylgi sínu frá síðustu kosningum því fram kemur í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups og hefur fylgi flokksins ekki mælst minna frá árinu 2013. Alma Ómarsdóttir sagði frá.

Flugfélagið Ernir fór á mánudag í síðasta áætlunarflug sitt til Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri segir nauðsynlegt ríkið styrki flug til Eyja, annað ekki boðlegt. Arnar Björnsson talaði við hana.

Leikonan Amber Heard, sem tapaði meiðyrðamáli sem fyrrverandi eiginmaður hennar Johnny Depp höfðaði gegn henni, ætlar áfrýja niðurstöðunni. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor í lögfræði segir mikilvægt draga ekki of miklar ályktanir af einu máli.

---------------------

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa hvor um sig tapað ríflega fjórum prósentustigum frá síðustu alþingiskosningum, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Evu H. Önnudóttur, prófessor um fylgi flokkanna og flæði þess.

Fyrsta skóflustungan nýjum Landspítala við Hringbraut var tekin haustið 2018 og var þá áætlað meðferðarkjarninn yrði tekinn í notkun árið 2024. Síðan þá hafa komið upp ýmis ágreiningsmál um framkvæmdina og fyrirhugaða útkomu. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala um stöðu mála.

Frumflutt

2. júní 2022

Aðgengilegt til

3. júní 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.