Spegillinn

Hækkun fasteignamats, lykkjuhneyksli á Grændlandi og örvunarpakkar

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir næsta ár, en samanlagt mat íbúða hækkar um 23,6%. Fyrir ári var hækkunin um 7,4% á landinu öllu.

Utanríkisráðherra lagði fram tillögu á Alþingi um heimild til ríkisstjórnar staðfesta fyrir Íslands hönd fyrirhugaða viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar bandalaginu.

Danska ríkið beitti grænlenskar unglingsstúlkur hreinu ofbeldi þegar lykkjan var sett í þær án þeirra vitundar á árunum 1966 til 1975. Þetta segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut stjórnmálaflokksins á Grænlandi.

Hagsjá Landsbankans segir hagkerfið á réttri leið. Landsframleiðsla jókst um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi, borið saman við sama tímabil í fyrra. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Gústaf Steingrímsson.

Grunnskólakennari segir stórefla þurfi hinseginfræðslu í skólum, hinsegin nemendum líði oft illa í skólanum.

Tveggja mánaða útgöngubanni vegna covidfaraldursins hefur verið aflétt í Shanghai, stærstu borg Kína. Ýmsar takmarkanir verða þó í gildi enn um sinn. Ásgeir Tómasson sagði frá.

---------------------

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023, samanlagt mat íbúða hækkar um 23,6%. Þetta er umtalsvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 7,4% á landinu öllu. Fólk virðist hafa hlaupið til athuga með nýja fasteignamatið því áhuginn var slíkur vefur þjóðskrár réði hreinlega ekki við álagið. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Kára S Friðriksson, hagfræðing hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun.

Lykkjunni var komið fyrir í 4.500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970. Þetta var gert með samþykki danskra yfirvalda en án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra. Aðgerðin var liður í átaki danskra stjórnvalda til hægja á fólksfjölgun á Grænlandi. Málið hefur legið í þagnargildi þar til nú. Kristján Sigurjónsson talaði við ingU DórU GuðmundsdóttUr Markussen í Nuuk á Grænlandi. og tók pistilinn saman.

Á tímum pestarinnar var boðið uppá örvunarsprautur fyrir mannfólkið og örvunarpakka fyrir atvinnulífið. Örvunarsprauturnar þóttu góðar en í Noregi hallast ráðamenn því örvunarpakkarnir hafi verið of örvandi. Hagkerfið er farið á fyllerí, hagvöxtur óstöðvandi, vextir leika lausum hala og leitun ráðum til hemja ölvunina. Gísli Kristjánsson tók saman.

Frumflutt

31. maí 2022

Aðgengilegt til

1. júní 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.