Spegillinn

Samþjöppun í sjávarútvegi, jarðskjálftar og leiðtogaráð Evrópusambands

Forsætisráðherra Ungverjalands segir ekkert samkomulag liggja fyrir um ríki Evrópusambandsins hætti flytja inn olíu frá Rússlandi. Hann kennir framkvæmdastjórninni um stöðuna sem upp er komin. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Það er meinsemd ekki augljóst hvernig samþjöppun í sjávarútvegi er háttað, segir matvælaráðherra. Samráðsnefnd og sérfræðingahópur hefjast handa á morgun við greina samþjöppunina.

Lögreglan á Vestfjörðum gróf í dag upp líkamsleifar manns í kirkjugarði sem talinn var hafa farist í bílveltu fyrir nærri 50 árum. Grunur leikur á málið hafi ekki verið nægilega rannsakað á sínum tíma.

Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Skútustöðum í Mývatnssveit var formlega opnuð í dag. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Guðlaug Þór Þórðarson.

Það var mikill fögnuður á Akureyrarflugvelli í dag þegar þota akureyska flugfélagsins Niceair lenti þar í fyrsta sinn. Ágúst Ólafsson ræddi við Þorvald Lúðvík Sigurjónsson.

-------------------------------

Jörð hefur skolfið noðrur í landi í dag. Skjálfti Jarðskjálfti fjórir komma einn stærð varð um átta kílómetra norður af Gjögurtá á tíunda tímanum í morgun og annar litlu minni á svipuðum slóðum í nótt. Og Norðlendingar fundu vel fyrir skjálftunum. Kristján Sigurjónsson talaði við Freystein Sigmundsson jarðeðlisfræðing.

Leiðtogaráð Evrópusambandsins sat í dag á rökstólum og fjallaði um hvernig hætta mætti innflutningi olíu og gass frá Rússlandi. Illa hefur gengið samkomulagi um aðgerðirnar og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagðist í morgun ekki bjartsýn á samstaða næðist á fundum í dag og á morgun um sjöttu refsiaðgerðirnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar, þar steytir á banni við olíukaupum af Rússum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Brynju Huld Óskarsdóttur.

Ringulreiðin fyrir utan Þjóðarleikvanginn í París fyrir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á laugardagskvöld ætlar draga dilk á eftir sér. Kristján Sigurjónsson sagði frá.

Frumflutt

30. maí 2022

Aðgengilegt til

31. maí 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.