Spegillinn

Viðbrögð við mögulegu gosi, þungunarrof og kosningar í Kólumbíu

Setja þarf uppbyggingu á innviðum í algeran forgang fari gjósa nálægt Svartsengi. Þetta segir ráðherra almannavarna og telur mögulega þurfi ýta regluverki til hliðar. Þórdís Arnljótsdóttir sagði frá. Rætt var við Jón Gunnarsson og Katrínu Jakobsdóttur.

Fyrrverandi lögreglustjóri í Austin og Houston í Texas segir mörgum spurningum ósvarað um sein viðbrögð lögreglunnar þegar nítján börn og tveir kennarar voru skotin til bana í bænum Uvalde í ríkinu. Ásgeir Tómasson tók saman.

Sóttvarnarlæknir hefur kannað hvort mögulegt bóluefnið Imvanex til nota gegn apabólu hér á landi. liggur fyrir ísland fái aðkomu sameiginlegum innkaupum Evrópusambandsins á bóluefninu. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá.

Svo virðist sem Norðlendingar hafi nýtt tímann í faraldrinum vel því fæðingum fjölgaði um tæp 26 prósent milli ára á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Forstjóri sjúkrahússins fagnar fjölguninni sem er næst mesta frá upphafi mælinga. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Hildigunni Svavarsdóttur.

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar, Volaða land var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes á miðvikudagskvöld. Í kvöld kemur í ljós hvort myndin fær verðlaun í flokknum Un Certain Regard. Sigurður Kaiser tók saman.

----------------------------------

Lögbundinn réttur kvenna til velja hvort og hvenær þær ganga með börn á víða undir högg sækja. 41% kvenna á frjósemisaldri í heiminum búa við lög sem takmarka aðgang þeirra öruggu þungunarrofi. Fiona Bloomer er dósent í velferðarstefnu við Ulster-háskóla í Norður Írlandi og hefur einblínt á margvíslegar hliðar þungunarrofs í rannsóknum sínum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana.

Líkur eru á vinstrisinnaður stjórnmálamaður verði í fyrsta sinn kosinn forseti Kólumbíu á sunnudag, 29. maí. Gustavo Petro er 62 ára hagfræðingur og þingmaður á kólumbíska þinginu og fyrrverandi borgarstjóri í Bógota, höfuðborg landsins. Kristján Sigurjónsson sagði frá.

Yfir sjö þúsund manns hafa nýtt sér svokallað raunfærnimat til færni og þekkingu sem það hefur öðlast í starfi, metna til náms. Hildur Betty Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana.

Frumflutt

27. maí 2022

Aðgengilegt til

28. maí 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.