Spegillinn

Kærur vegna kosningana, umsókn í Nato og yfir 1000 komin frá Úkraínu

Þrjár kærur bárust úrskurðarnefnd vegna nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur synjað tveimur þeirra og vísað einni frá. Alma Ómarsdóttir sagði frá.

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sendi teymi til Úkraínu í dag til rannsaka meinta stríðsglæpi Rússa. Teymið er það fjölmennasta í sögu dómsins. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá.

Þingmaður breska Íhaldsflokksins hefur verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot sem hafa verið til rannsóknar frá því í janúar 2020.

Leggja þarf í mikinn kostnað á Seyðisfirði við koma húshitunarmálum þar í lag eftir RARIK lokar fjarvarmaveitu staðarins. Engin ódýr lausn virðist í sjónmáli og stefnir í hitunarkostnaður heimila og fyrirtækja eigi eftir stóraukast. Rúnar Snær Reynisson sagði frá.

Lengri umfjöllun:

Finnar og Svíar standa á sögulegum krossgötum og sækja um aðild Atlantshafsbandalaginu eftir hlutleysi hefur verið kjarninn í utanríkisstefnu beggja ríkja um langa hríð. Formlegri umsókn beggja ríkja um aðild verður skilað á morgun. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Baldur Þórhallson um málið.

Þúsund flóttamenn hafa komið hingað frá Úkraínu það sem af er ári. Stærsta áskorunin virðist vera útvega húsnæði fyrir fólkið. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Gylfa Þór Þorsteinsson og Svein Rúnar Sigurðsson um það.

Frumflutt

17. maí 2022

Aðgengilegt til

17. maí 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.