Spegillinn

Spegillinn 16.maí 2022

Spegillinn 16.maí 2022

Umsjón: Kristján Sigurjónsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Óformleg samtöl milli oddvita stjórnmálaflokkanna í Reykjavík um hugsanlegt meirihlutasamstarf hafa farið fram í dag. Óvíst er hvort Framsókn hallar sér til hægri eða vinstri í formlegum viðræðum.

Utanríkisráðherra ætlar leggja fyrir Alþingi síðar í vikunni þingsályktunartillögu um ísland samþykki væntanlegar umsóknir Finna og Svía um aðild Atlantshafsbandalaginu. Ríkisstjórnin samþykkti þetta á aukafundi í morgun.

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands ætlar ekki samþykkja umsóknir Finna og Svía um aðild Atlantshafsbandalaginu. Hann sagði skömmu fyrir fréttir ótækt samþykkja umsóknina þar sem ríkin hefðu ekki beitt sér af nægri hörku gegn hryðjuverkasamtökum. Þau hefðu skotið rótum í Finnlandi og Svíþjóð.

Öll bandalagsríkin, Tyrkland þar með talið, þurfa samþykkja nýjar aðildarumsóknir og því ljóst afstaða Tyrkja þarf breytast ef Finnland og Svíþjóð eiga inngöngu í bandalagið.

Læknir sem sætir lögreglurannsókn, grunaður um hafa valdið ótímabæru andláti níu sjúklinga, er farinn í leyfi frá störfum á Landspítalanum.

Rúm milljón hefur smitast af kórónuveirunni í Norður Kóreu. Kim Jong-un einræðisherra landsins kennir embættismönnum og stjórnendum innan heilbrigðiskerfisins um misheppnuð viðbrögð við veirunni.

Lengri umfjöllun:

Það fylgir lýðræðislegum kosningum, hvort sem er til þings eða sveitarstjórna, sumir vinna, aðrir tapa og einhverjir standa í stað. Frambjóðendur, flokkar og stuðningsmenn túlka síðan úrslitn eftir sínu höfði og oft snýst tap upp í sigur og sigur í tap eftir því hver talar og skrifar. Það er þó tæplega hægt deila um tveir af sigurvegurum sveitarstjórnarkosninganna á laugardag eru þau Halla Karen Kristjánsdóttir oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ og Guðmundur Árni Stefánsson sem leiddi lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Framsóknarmenn voru með engan bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ og fengu 2,9 prósent atkvæða í kosningunum fyrir fjórum árum. Núnar fékk flokkurinn 32,2 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa undir forystu Höllu Karenar. Samfylkinging í Hafnarfirði með Guðmund Árna efstan jók fylgi sitt úr 20,1 prósenti í 29 prósent og fékk fjóra bæjarfulltrúa en var með tvo áður. Halla Karen Kristjánsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson ræða við Kristján Sigurjónsson.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Þar hafa orðið 16 skjálftar yfir þremur stærð síðustu tvo

Frumflutt

16. maí 2022

Aðgengilegt til

17. maí 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.