Spegillinn

Ísland styður umsókn Finna í Nato, Þórólfur Guðnason og kosningaspjall

Íslensk stjórnvöld munu styðja umsókn Finna um aðild Atlantshafsbandalaginu. Finnar staðfestu í morgun þeir sæki um og segja ástæðuna vera innrás Rússlands í Úkraínu.

Laxeldið Arnarlax hyggst reisa nýtt laxasláturhús á Patreksfirði. Ekki er ljóst hvað verður um sláturhús fyrirtækisins á Bíldudal. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman og talaið við Jörund Garðarsson.

Yfirmaður sjúkraflutninga í víðfeðmasta umdæmi landsins segir nauðsynlegt geta stólað á sjúkraflug með þyrlu. Útkallstíminn skipti sköpum. Alma Ómarsdóttir talaði við Hermann Marínó Maggýjarson.

Ríkissaksóknari í Danmörku leggur til fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins verði ákærður fyrir hafa ljóstrað upp um ríkisleyndarmál. Ásgeir Tómsson tók saman.

Mikið hefur verið deilt um auglýsingaskilti í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna um helgina. Kærur og kvartanir vegna kosningaauglýsinga hafa hrannast inn á borð yfirvalda á síðustu dögum.

Framboð og frambjóðendur verða sjálf fanga athygli kjósenda segir prófessor í stjórnmálafræði, þó athygli fjölmiðla hafi framan af verið meiri á landsmálunum en sveitarstjórnarkosningunum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Stefaníu Óskarsdóttur.

Við ræðum við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem hættir í haust.

Frumflutt

12. maí 2022

Aðgengilegt til

13. maí 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.