Spegillinn

Gæti gosið á reykjanesskaga á næstu árum, þyrlur og öryggismál.

Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ætti koma á óvart aftur gysi á Reykjanesskaga á næstu árum. Mikil skjálftavirkni hefur verið þar síðustu daga. Arnar Björnsson talaði við Kristínu Jónsdóttur.

Tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir rúmum tveimur árum, hefur ekki orðið veruleika. Um 350 kílómetrar eru á milli starfhæfra sjúkraflugvalla á svæðinu. Alma Ómarsdóttir sagði frá.

Í samgönguáætlun fyrir næsta einn og hálfa áratuginn eru aðeins tvö verkefni í nýframkvæmdum á Norðurlandi vestra. Tæplega fimmtíu prósent af vegakerfi í landshlutanum eru malarvegir. Ágúst Ólafsson talaði við Unni Valborgu Hilmarsdóttur.

Samgöngumálin brenna á íbúum Vestmannaeyja í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á laugardag enda tengist velferð þeirra samgöngum með einum eða öðrum hætti og niðurgreiða þarf flugið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Einar Björn Árnason.

Frumflutt

10. maí 2022

Aðgengilegt til

11. maí 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.